Innlent

Versta ástandið hér á landi

Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um starfsmannaleigur fyrir jól.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um starfsmannaleigur fyrir jól.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að hér á landi ríki sjóræningjaástand í málefnum erlends vinnuafls. Hann tók upp málefni starfsmannaleigna og erlends vinnuafls utan dagskrár á Alþingi í gær, en hann hefur sjálfur unnið að gerð skýrslu um starfsmannaleigur fyrir Evrópuráðið.

"Mér er ekki kunnugt ennþá um neitt land í Evrópu þar sem ástandið varðandi starfsmannaleigur er jafn slæmt og hér á Íslandi." Hann bætti við að víða væru lög um starfsmannaleigur og slík lög í Póllandi væru miklu fullkomnari en víða annars staðar og að sjálfsögðu hér á landi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði löglaust athæfi íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum starfsmönnum skammarlegt. "Eru íslensku fyrirtækin ekki að taka fullan þátt í því... Menn eiga ekki að firra sig ­ábyrgð og segja að sér komi málið ekki við."

Árni kvaðst ætla að leggja fram frumvarp um starfsmannaleigur fyrir jól. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna sagði ekkert að vanbúnaði að samþykkja tilbúið lagafrumvarp vinstri grænna um starfsmannaleigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×