Innlent

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á Selfossi í gær. Stúlka hljóp í veg fyrir bifreið sem ekið var eftir Austurvegi á móts við Nóatún. Stúlkan var með fulla meðvitund eftir slysið og bar sig ágætlega en var flutt til öryggis á Landspítala háskólasjúkrahús í Fossvogi til aðhlynningar og nánari læknisskoðunar. Meiðsl hennar voru ekki talin alvarleg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×