Innlent

Deilan snýst um kaupmátt

Gylfi Arnbjörnsson segir rangt að nota launavísitölu Hagstofunnar því hún feli í sér tvær launahækkanir sem duga eigi til tveggja ára en mælist á tólf mánuðum.
Gylfi Arnbjörnsson segir rangt að nota launavísitölu Hagstofunnar því hún feli í sér tvær launahækkanir sem duga eigi til tveggja ára en mælist á tólf mánuðum.

"Þetta er þekkt sjónarhorn, að nota launavísitölu Hagstofu Íslands til viðmiðunar líkt og Samtök atvinnulífsins gera," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands um gagnrýni Ara Edwald, framkvæmdastjóra SA, á yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ um að uppsögn kjarasamninga sé óumflýjanleg.

"Inni í henni eru tvær launahækkanir sem duga eiga til tveggja ára en mælast þarna á tólf mánuðum." bendir hann á. "Í fyrsta lagi erum við að fjalla um kaupmáttarþróunina það sem af er þessu samningstímabili þar sem viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar er að verja þá kaupmáttaraukningu sem félagsmenn okkar hafa. Deilan snýst ekki um hvort kaupmáttur sé ekki hár heldur hvort hann eigi að lækka. Kjarasamningar gerðu ráð fyrir því að kaupmáttur héldi áfram að hækka," segir hann.

Aðspurður segir hann að lesa megi hótun úr orðum Ara um að umræða sé meðal vinnuveitenda að segja upp samningum til að losna við skuldbindingar sem framundan eru. "Ef ekki hótun, þá allavega kristallast í þeim sú staða sem komin er upp," segir Gylfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×