Innlent

Opið prófkjör í Reykjavík

"Við erum að ræða það en ég á ekki von á öðru en þessi tillaga um opið prófkjör verði samþykkt," sagði Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, þegar Fréttablaðið hafði samband við hann seint í gærkvöldi. Þá stóð yfir fundur kjördæmaráða flokksins í Reykjavík á Grand hóteli.

Þar var verið að ganga frá því með hvaða hætti prófkjör flokksins yðri háttað í Reykjavíkurkjördæmunum en það verður haldið 28. janúar næstkomandi. Tillagan sem Björn nefndi er á þá leið að haldið verði prófkjör sem er opið öllum Reykvíkingum en þó með því skilyrði að kjósendur undirriti stuðningsyfirlýsingu við stefnu Framsóknarflokksins áður en þeir greiða atkvæði.

Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi sem einnig var á fundinum í gær, sagði að verið væri að ræða breytingar á orðalagi varðandi tillöguna en svo yrðu greidd atkvæði um hana og átti hún von á því líkt og Björn að hún yrði samþykkt en engin önnur tillaga var lögð fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×