Innlent

Allt að 70% verðmunur

Töluverður munur er á verðlagningu hárgreiðslustofa á Akureyri samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Í sumum tilfellum er verðmunurinn allt að 70 af hundraði.

Hárgreiðslustofan Snyrtihúsið reyndist oftast bjóða lægst verð. Sem dæmi um verðlagningu á klippingu á Akureyri þá kostar mest 3.500 krónur fyrir konur að klippa sig og minnst 2.800 krónur. Karlar þurfa mest að greiða 2.850 krónur fyrir að láta skerða hár sitt og minnst 2.200 krónur. Engin ein stofa sker sig úr í könnuninni með áberandi hæsta verðið og lítill verðmunur er á þeim sem eru með hvað hæst verð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×