Innlent

Fær í bætur níu milljónir

Íslenska ríkið var dæmt í Hæstarétti í gær til að greiða ungum manni rúmlega 9 milljónir í bætur. Fyrir tæpum níu árum féll maðurinn í heitan hver og var honum metinn 50 prósent varanlegur miski og örorka í kjölfarið. Hverinn er á landi í eigu ríkisins.

Héraðsdómur hafði áður dæmt drengnum sömu bætur sem þá áttu að greiðast af Orkubúi Vestfjarða, Þörungaverksmiðjunni hf. og íslenska ríkinu. Hæstiréttur breytti þessu og sýknaði Orkubú Vestfjarða og Þörungaverksmikðjuna hf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×