Innlent

Ríkið greiði Ástþóri bætur

Ástþór Magnússon. Hæstiréttur telur Ástþór hafa verið of lengi í haldi.
Ástþór Magnússon. Hæstiréttur telur Ástþór hafa verið of lengi í haldi.

Ástþóri Magnússyni, fyrrum forsetaframbjóðanda, voru dæmdar 150 þúsund krónur í bætur frá íslenska ríkinu í hæstarétti í gær. Þar með er sýknudómi héraðsdóms yfir ríkinu hnekkt. Bæturnar fær Ástþór fyrir að hafa þurft að sitja í gæsluvarðhaldi lengur en efni stóðu til.

Ástþór var hnepptur í hald fyrir að hafa sent út orðsendingu um yfirvofandi hryðjuverkaárás. Taldi rétturinn að ekki hefðu fengist nægar skýringum á töfum á yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×