Innlent

Ók á stúlku sem lést

Tæplega tvítugur maður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi.

Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa orðið stúlku að bana þegar hann keyrði bíl sínum á ofsahraða á vegi þar sem stúlkan var fótgangandi. Var hann einnig sviptur ökuréttindum í tvö ár og gert að greiða allan sakarkostnað. Bótakröfu upp á þrjár milljónir var hins vegar vísað frá líkt og í héraðsdómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×