Innlent

Fréttamynd

Með hausverk af eiturgufum

Húsmóðir og ellefu ára sonur hennar hafa glímt við höfuðverk og ógleði frá því að byrjað var að fóðra skólplagnir við götuna. Hún segir þann vandfundinn sem eigi að sinna kvörtunum vegna þessara mála.

Innlent
Fréttamynd

Félagið fór að ráðum lækna

Framkvæmdastjóri Læknafélagsins segir viðbrögð lækna, en ekki Kára Stefánssonar, hafa ráðið því að ritstjóri Læknablaðsins var leystur frá störfum. Fyrrum ritstjóri segir að orðið hafi verið við öllum kröfum Kára.

Innlent
Fréttamynd

Síminn sækir 35 milljarða

Starfsheimildir Símans verða rýmkaðar á hluthafafundi. Forstjóri Orkuveitunnar telur Símann undirbúa sölu á raforku. Stjórnendur Símans staðfesta ekkert en ætla að auka hlutafé og fara inn á nýja markaði.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði starfsstúlkum með dúkahnífi

Tvítugur maður og tveir sextán og sautján ára piltar sam­mælt­ust í vor um að fremja vopn­að rán í sölu­turn­in­um Póló við Bú­staða­veg að kvöldi 2. maí. Lög­regla upp­lýsti mál­ið og við aðal­með­ferð fyrir Héraðs­dómi Reyk­ja­vík­ur í vik­unni ját­uðu menn­ir­nir sak­ir að mestu, að sögn sak­sókn­ara í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað yfir niðrandi orðum

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kvartaði við forseta Alþingis yfir orðum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að lokinni utandagskrárumræðu um ástand þorskstofnsins í gær. Kristinn sagði að Magnús hefði á niðrandi hátt vikið að gáfnafari og vitsmunum framsóknarmanna og bað forseta um að leiða orðræðu Magnúsar í málefnalegan farveg.

Innlent
Fréttamynd

KEA og Þekking eignast meirihluta

Kaupfélag Eyfirðinga og Þekking hafa eignast meirihluta í upplýsingafyrirtækinu Stefnu á Akureyri. Stefna var alfarið í eigu níu starfsmanna fyrirtækisins en í kjölfar hlutafjáraukningar á KEA nú 45 prósent, Þekking 25 prósent og starfsmenn Stefnu 30 prósent.

Innlent
Fréttamynd

ESB endur­skoðar reglur

Framkvæmda­­stjórn Evrópu­sam­bands­ins hef­ur ósk­að eftir til­lög­um um væntan­lega endurskoðun á tilskipunum ESB um fjarskipti frá árinu 2002. Samkvæmt Póst- og fjarskipta­stofnun hefur framkvæmda­stjórn­in lagt fram skjal með helstu álita­efn­um.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega 550 án réttinda

Þrátt fyrir umtalsverða fækkun leiðbeinenda í grunnskólum landsins hin síðari ár sinntu 542 slíkir kennslu á síðasta ári. Hafði fjöldi þeirra aukist um tvö prósent frá árinu 1998 en umtalsverð fækkun hefur orðið frá árinu 2002 þegar réttindalausir kennarar voru hvað flestir, 766 talsins.

Innlent
Fréttamynd

Stýra þarf gæðaþróun

Land­læknis­­¿em­bætt­ið hefur aug­lýst lausa til umsóknar stöðu verkefnis­stjóra gæða­þróun­ar. Megin­hlut­verk verk­efnis­­stjór­ans er sagt vera að efla gæði í heil­brigðis­þjón­ustu út frá eftir­lits­­hlut­verki embættis­ins í sam­starfi við aðra.

Innlent
Fréttamynd

Hátækniflótt­inn er hafinn

Erlend ríki bjóða í íslensk fyrirtæki. Tækni­fyrir­tæk­ið Marorka flytur að hluta til Kan­ada á næsta ári. Ekkert bólar á opinberum stuðningi við hátækniiðnað.

Innlent
Fréttamynd

Opna nýja heimasíðu

Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur opnað nýja heimasíðu. Á slóðinni reykjavik.usembassy.gov er nú hægt að nálgast upplýsingar um starfsemi og þjónustu sendiráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Fékk bolta í höfuðið

Óskað var eftir sjúk­ra­bifreið og lög­reglu að íþrótta­hús­inu í Grinda­vík laust eftir klukkan tíu á mið­­viku­­dagskvöldið, en þar hafði sextán ára pilt­ur á fót­bolta­æf­ingu fengið höf­uð­högg. Að sögn lögreglu í Kefla­vík vank­að­ist hann og var flutt­ur á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja til skoð­un­ar.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í þinghúsinu

Fresta þurfti þingstörfum um stund á Alþingi í gærmorgun þegar eldur kom upp í rafmagnstöflu þinghússins. Þá datt út vefur Alþingis á netinu. Bæði lögregla og slökkvilið voru kvödd á vettvang, en áður en björgunarlið mætti hafði starfsfólk þingsins slökkt eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að meiða persónu og æru Valgerðar

Lögmaður Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, segir ástæðu þess að Hæstiréttur snýr við dómi Héraðsdóms m. a. þá að ekki nóg með að vera dæmdur fyrir að misbeita valdi sínu, heldur sé félagsmálaráðherra einnig dæmdur fyrir að meiða persónu og æru Valgerðar. Það sé fordæmisskapandi og það sé frekar hlutverk Hæstaréttar en Héraðsdóms að skapa slíkt fordæmi.

Innlent
Fréttamynd

Bíll lenti þversum á Blöndubrú innri

Lögreglan á Blönduósi vinnur nú að því að fjarlægja fólksbíl sem liggur þvert á Blöndubrú innri eftir að ökumaður missti stjórn á bíl sínum. Slysið átti sér stað um níu leytið í kvöld og var ungt par í bílnum og eru þau bæði ómeidd. Blöndubrú innri er í Blöndudal og að sögn lögreglu er flughálka á vegum þar. Um fólksbíl er að ræða og er hann mikið skemmdur en sem fyrr segir liggur bíllinn þversum á brúnni og lokar alveg fyrir umferð.

Innlent
Fréttamynd

Félagsmálaráðherra fagnar því að málinu sé lokið

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist, í tilefni dóms Hæstaréttar í dag þar sem íslenska ríkinu var gert að greiða Valgerði H. Bjarnadóttur sex milljónir króna í skaðabætur, fagna því að málinu sé lokið. Hann dragi þó ekki dul á að þessi niðurstaða Hæstaréttar valdi sér vonbrigðum. Í dóminum segir m.a. að félagsmálaráðherra hafi brotið meðalhófsregluna við starfslok Valgerðar sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði vill endurskoða kjarasamninga

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að launanefnd sveitarfélaganna þurfi að taka upp kjarasamninga sem gerðir voru síðasta vor. Hann segist ekki sætta sig við sem yfirmaður starfsmannamála Hafnarfjarðarbæjar að starfsfólk þar sé á mun lægri launum en starfsfólk Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðið á útopnu vegna vatnsflóðs

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið á útopnu út um allan bæ í dag vegna vatnsflóðs í kjallara húsa. Allir dælubílar slökkviliðsins hafa verið notaðir og hafa á stundum allir verið úti í einu. Á fimmta tímanum var kallaður út aukamannskapur eftir að aðalæð í holræaleiðslum á mótum Laufásvegar og Baldursgötu fór í sundur.

Innlent
Fréttamynd

Félagsmálaráðherra braut meðalhófsregluna

Félagsmálaráðherra braut meðalhófsregluna við starfslok Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Hæstiréttur dæmdi henni 6 milljónir króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað íslenska ríkið af kröfu Valgerðar.

Innlent
Fréttamynd

5 stjörnu vegir á Íslandi

Fimm stjörnu bílar á fimm stjörnu vegum, er markmið Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem í dag kynnti nýtt verkefni í samstarfi við Umferðarstofu og Samgönguráðuneyti þar sem gerðar eru ítarlegar öryggisúttektir á íslenskum vegum undir merkjum EuroRAP.

Innlent
Fréttamynd

Getur vel séð fyrir sér að verslunarmannafélög sameinist öll

Formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur getur vel séð fyrir sér að verslumannafélög landsins sameinist í eitt félag á næstu árum, en Reykjavíkurfélagið hefur nýverið gengið frá samkomulagi sem ljúka á með sameiningu við verslunarmannafélögin í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Flug liggur víða niðri

Hvassviðrið víða um land í dag hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur. Allt flug til og frá Vestmannaeyjum hefur legið niðri og sömu sögu er að segja með flug til og frá Ísafirði. Í Eyjum er óvíst hvenær hægt verður að fljúga aftur og að sögn starfsmanns Flugfélags Íslands á flugvellinum þar er útlitið slæmt alveg fram yfir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um viðamikla fíkniefnasölu

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er grunaður um viðamikla fíkniefnasölu á Akureyri. Maðurinn var handtekinn á skemmtistað á Akureyri fyrir viku með peninga sem lögregla telur afrakstur fíkniefnasölu og heima hjá honum fannst eitt kíló af maríjúana.

Innlent
Fréttamynd

Fá engar bætur fyrir förgun gæsa

Ríkissjóður var í dag sýknaður af fimm milljóna króna skaðabótakröfu hjóna sem var gert að farga aligæsum á búi sínu eftir að salmonella greindist í gæsunum. Dýralæknir fyrirskipaði förgunina og fóru hjónin að kröfu hans.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald Albana framlengt

Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð fyrir albönskum manni sem grunaður er um manndráp í Grikklandi. Maðurinn var handtekinn við komu sína hingað undir lok september fyrir að ferðast með fölsk skilríki og hefur síðan setið í fangelsi, fyrst við afplánun fangadóms og síðan í gæsluvarðhaldi.

Innlent