Innlent

Slökkviliðið á útopnu vegna vatnsflóðs

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið á útopnu út um allan bæ í dag vegna vatnsflóðs í kjallara húsa. Allir dælubílar slökkviliðsins hafa verið notaðir og hafa á stundum allir verið úti í einu. Dagurinn hjá slökkviliðinu byrjaði klukkan átta þegar tækjabílar voru kallaðir til vegna harðs áreksturs í Hafnarfirði, skömmu síðar var slökkvilið kallað að Alþingishúsinu vegna elds þar og dælubílar voru sendir á tvo staði vegna leka. Ofan á þetta bættust sjúkraflutningar og því í mörg horn að líta hjá slökkviliðsmönnum. Á fimmta tímanum var kallaður út aukamannskapur eftir að aðalæð í holræaleiðslum á mótum Laufásvegar og Baldursgötu fór í sundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×