Innlent

Opna nýja heimasíðu

Bandaríska sendiráðið. Starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Íslandi hafa opnað nýja og betri heimasíðu.
Bandaríska sendiráðið. Starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Íslandi hafa opnað nýja og betri heimasíðu.

Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur opnað nýja heimasíðu. Á slóðinni reykjavik.usembassy.gov er nú hægt að nálgast upplýsingar um starfsemi og þjónustu sendiráðsins.

Einnig geta þeir sem ætla að ferðast til Bandaríkjanna, sækja nám eða starfa þar, fundið nákvæmar upplýsingar um allt sem að því viðkemur á síðunni. Þá er hægt að bóka viðtal á heimasíðunni við ræðismann Bandaríkjanna ef viðkomandi vantar vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×