Innlent

Hátækniflótt­inn er hafinn

Jón Ágúst Þorsteinsson
Jón Ágúst Þorsteinsson

"Úti í Kanada getum við haft þrjá menn í rann­sóknum á sama verði og kostar að halda úti einum hér heima. Þetta þýðir að við getum þrefaldað rann­sókn­ar­hraðann," segir Jón Ágúst Þorsteins­son, for­stjóri Mar­orku hf. og for­mað­ur Sam­taka sprota­fyrir­tæk­ja. Hann upplýsir að á næsta ári standi til að flytja þróun­ar­svið fyrirtækisins til Halifax.

"Það var gengið frá þessu í vik­unni," segir hann, en fyrir­hug­að­ur flutn­ing­ur kann að vera vís­bend­ing um það sem koma skal hjá fleiri há­tækni­fyrir­tækj­um. Ný­verið upp­lýstu forsvarsmenn tölvu­leikjaframleiðandans CCP að þar hug­leiddu menn í al­vöru að flyt­ja starf­semi fyrir­tækis­ins úr landi. "Okkur þykir mjög leiðin­legt að þurfa að flytja og við höf­um dregið í lengstu lög að taka þessa ákvörð­un," segir Jón.

@Mynd -FoMed 6,5p CP:upplýsingaTækni í notkun Ráðamönnum hefur á tyllidögum verið tíðrætt um gildi hátækniiðnaðar og um mögulega uppbyggingu þekkingarþorpa í Vatnsmýri og í Garðabæ. Fréttablaðið/GVA

Úti í Halifax segir Jón Ágúst fyrir­tæki­nu í raun bjóð­ast ótrú­leg fríð­in­di. "Marg­ir styrk­ir, skatta­­af­slætt­ir og endur­greiðsl­urfrá skatt­inum og svo náttúrlega húsnæði fyrir mjög lítið. Að auki stendur okkur til boða op­inn að­gang­ur að há­skóla­num og mögu­leik­ar á enn frekari styrk­jum," segir hann og bætir við að í Hali­fax geti fyrir­tækið keyrt rannsóknarstarfsemi sína fyrir sáralítið fé.

"Í Hali­fax ætlum við að vera með stóran hluta af rann­sókn­um okkar og tækni­þekking­una. Við erum bara búin að gefast upp á þessu heima. Maður er búinn að vera núna í þrjú ár að tala um þessi mál, stofnað samtök sprota­fyrir­tæk­ja og verið að vinna í stjórn­mála­mönn­um til að auka skiln­ing og breyta við­horf­um til há­tækni­iðnaðar­ins. En það hefur ákaf­lega lít­inn árang­ur borið. Ef við ætl­um að lifa af í þessu alþjóð­lega sam­félagi verðum við að fara þangað sem kostnaðurinn er minnstur og mest er gert fyrir okkur."

Þarna segir Jón Ágúst að aðbúnaður hér heima og gengis­þróun vegi ámóta þungt. Ávinningur Halifax við að laða til sín há­tækni­iðn­að felst helst í því, að mati Jóns Ágústs, að halda menntuðu fólki í fylkinu. "Fólkið fer þangað sem störfin bjóðast. Þeir vilja fá til sín hátæknifélög til að byggja upp þekkingarsamfélag og skapa þannig grunn að fram­tíð­inni, því þeir eru jú líka að missa frá sér hefðbundinn iðnað sem menn eru að fara með til Austur-Evrópu eða Asíu.

Í staðinn byggja þeir tæknifyrirtækin sín upp með markvissum hætti." Hér heima standa stjórnvöld, í sam­vinnu við upp­lýsinga­tækni­iðnað­inn, fyrir UT-deginum 24. jan­úar. "UT-deginum er ætlað að beina sjón­um að þeim tæki­fær­um og mögu­leikum sem við höfum á sviði upp­lýsinga­tækni," segir í til­kynn­ingu á vef stjórnar­ráðs­ins.

Þrátt fyrir ítrekað­ar til­raunir náð­ist ekki í Halldór Ásgríms­son, for­sætis­ráð­herra og for­mann Vís­inda- og tækni­ráðs, við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×