Innlent

Bíll lenti þversum á Blöndubrú innri

Blönduós
Blönduós MYND/Pjetur

Lögreglan á Blönduósi vinnur nú að því að fjarlægja fólksbíl sem liggur þvert á Blöndubrú innri eftir að ökumaður missti stjórn á bíl sínum. Slysið átti sér stað um níu leytið í kvöld og var ungt par í bílnum og eru þau bæði ómeidd. Blöndubrú innri er í Blöndudal og að sögn lögreglu er flughálka á vegum þar. Um fólksbíl er að ræða og er hann mikið skemmdur en sem fyrr segir liggur bíllinn þversum á brúnni og lokar alveg fyrir umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×