Innlent

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði vill endurskoða kjarasamninga

MYND/Róbert

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að launanefnd sveitarfélaganna þurfi að taka upp kjarasamninga sem gerðir voru síðasta vor. Hann segist ekki sætta sig við sem yfirmaður starfsmannamála Hafnarfjarðarbæjar að starfsfólk þar sé á mun lægri launum en starfsfólk Reykjavíkurborgar.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir það ekki ganga að starfsmenn annarra bæjarfélaga en Reykjavíkurborgar þurfi að sætta sig við mun lægri laun. Bæði Efling og starfsmannafélaga Reykjavíkur sömdu í síðustu viku við Reykjavíkurborg um mun hærri taxta en samningur launanefndar sveitarfélaganna frá því í vor gerir ráð fyrir. Lúðvík segir gjörbreytta stöðu komna upp í launaumhverfinu og metur því stöðuna þannig að ekki sé annað fært en að launanefnd sveitarfélaganna taki upp samninga í samvinnu við starfsmannafélög.

Lúðvík Bergvinsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, telur að það sé full þörf á því að menn að farið verið yfir málið. Þetta er auðvitað samstarfsverkefni sem að menn verða að gera. Samningsumboðið er hjá launanefndinni annars vegar og hins vegar hjá samflotinu og þessum félögum ýmsum sem menn hafa verið að semja við. Það eru margvísleg félög sem þar koma að og ég sé ekki annað í stöðunni eins og hún er núna heldur en að menn verði að fara yfir þessi mál segir Lúðvík.

Lúðvík hefur átt fundi með trúnaðarmönnum í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðarbæjar og lýst skoðun sinni hvað þetta snertir og hann er alveg harður á því að þessi mál verður að fara í gegnum og taka yfir og ræða á einu sameiginlegu borði. Við munum ekki sætta okkur við það og ég mun ekki sætta mig við það heldur eins og starfsmenn hér hjá okkar sveitarfélagi, að það gildi einhver önnur ákvæði eða að það séu einhverjir aðrir launataxtar í gangi hér heldur en að eru til að mynda í þeim samningum sem að eru hjá öðrum sambærilegum sveitarfélögum segir Lúðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×