Innlent

Ógnaði starfsstúlkum með dúkahnífi

Við Bústaðaveg í Reykjavík. Þrír ræn­ing­jar bíða dóms fyrir að ræna sölu­turn­inn Póló í byrjun maí á þessu ári.
Við Bústaðaveg í Reykjavík. Þrír ræn­ing­jar bíða dóms fyrir að ræna sölu­turn­inn Póló í byrjun maí á þessu ári.

Tvítugur maður og tveir sextán og sautján ára piltar sam­mælt­ust í vor um að fremja vopn­að rán í sölu­turn­in­um Póló við Bú­staða­veg að kvöldi 2. maí. Lög­regla upp­lýsti mál­ið og við aðal­með­ferð fyrir Héraðs­dómi Reyk­ja­vík­ur í vik­unni ját­uðu menn­ir­nir sak­ir að mestu, að sögn sak­sókn­ara í málinu.

Sá elsti er fæddur árið 1984 en hin­ir tveir báðir árið 1988. Ránið var greinilega þaul­skipu­lagt en saman fóru þeir að sölu­turn­inum í bíl sem sá elsti ók. Þar fóru piltarnir úr bílnum en sá elsti lagði í nærliggjandi götu og beið. Sá yngsti í hópnum fylgdist svo með sjoppunni úr nálægu strætóskýli og hringdi í hinn strákinn þegar enginn var í sjoppunni og engin umferð við hana. Hann færði sig svo að rafmagnsskúr um 200 metra frá og beið. Eftir símtalið ruddist hins veg­ar hinn inn í sjopp­una vopn­að­ur dúka­hníf og með and­lit­ið hulið. Hann ógn­aði tveimur afgreiðslu­stúlk­um og stal 66 þús­und krón­um úr köss­um og lottó­vél. Þá hljóp hann að skúrn­um, þar sem sá yngsti tók við um 42 þús­und krón­um og lét sig hverfa. Ráns­maður­inn skipti um föt við skúr­inn og hljóp svo yfir í bíl­inn þar sem sá elsti beið enn og saman óku þeir á brott. Brot mannanna er talið varða við 252. grein almennra hegn­ingar­laga sem varðar ofbeldisrán, en viðurlög nema frá hálfs árs fangelsi til tíu ára fangelsins. Dóms er að vænta innan tíð­ar, en málið dæmir Guðjón St. Marteins­son héraðs­dómari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×