Innlent Trúnaðarbrestur milli stjórnvalda og bótaþega Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa. Innlent 9.12.2005 12:48 Slökkviliðið var í næstu götu Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsi í Faxafeni í Reykjavík en útskrifaðir skömmu síðar. Slökkviliðsmenn voru á fundi í næstu götu og því fljótir á staðinn. Innlent 9.12.2005 12:14 Snákar og byssur fundust í Kópavogi Tveir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi var meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Snákarnir eru yfir hálfur metri á lengd hvor, en blátt bann liggur við innflutningi þessháttar dýra bæði vegna þess að bit þeirra geta reynst hættuleg og svo geta þau borið með sér sjúkdóma, enda fara þau ekki í sóttkví, ef þeim er smyglað. Innlent 9.12.2005 12:06 Spenna um framtíðarsýn Símans Eitt stærsta viðskiptaleyndarmálið þessa dagana er, í hverju síminn ætlar að fjárfesta eftir að hann eykur hlutafé sitt um 35 milljarða króna, eins og allt stefnir í. Innlent 9.12.2005 12:01 Hlýtur að hugleiða að segja af sér Árni Magnússon hlýtur að hugleiða að segja af sér vegna dóms sem féll gegn honum í Hæstarétti í gær, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, neitar að tjá sig frekar um málið og vísar til yfirlýsingar sem hann sendi frá sér í gær. Innlent 9.12.2005 11:53 Slapp ómeidd úr bílveltu Kona slapp óslösuð þegar bíll sem hún ók valt í hálku á Eyrarbakkavegi laust fyrir klukkan átta í morgun. Hálka er á nokkrum stöðum á Suðurlandi en að sögn lögreglu er útlit fyrir að hálkublettirnir hverfi þegar líður á daginn. Innlent 9.12.2005 11:48 Kristinn fær engin svör Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, fær ekkert svar við fyrirspurn sinni um íbúðalán banka og sparisjóða. Hann spurði meðal annars hversu mikið hver banki og sparisjóður hefði lánað gegn veði í húsnæði, hversu margir væru í viðskiptum hjá hverjum bankanna í sig og á hvaða kjörum þeir væru. Innlent 9.12.2005 09:36 Bjarni Hafþór ráðinn til KEA Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri KEA og hefur hann störf um áramót. Hann mun annast framkvæmdastjórn fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs en þau eru dótturfélög KEA. Innlent 9.12.2005 10:56 Tveir á sjúkrahús með reykeitrun Eldur kviknaði í einu Bláu húsanna svokölluðu við Faxafen í Reykjavík fyrir um klukkustund síðan og var tvennt flutt á slysadeild vegna gruns um að það væri með reykeitrun. Innlent 9.12.2005 10:33 Bíll skorðaðist þversum á Blöndubrú Það var lán í óláni þegar ungur maður missti stjórn á bíl sínum á leið yfir brúna yfir Blöndu í Blöndudal í gærkvöldi að bíllinn skorðaðist þversum á brúnni á milli handriðanna í stað þess að fara út af öðru hvoru megin. Innlent 9.12.2005 08:05 Hellisheiði eystri lokað vegna hálku Hellisheiði eystri hefur verið lokað fyrir umferð en þar er flughált. Vegagerðin varar einnig við flughálku á Nesjavallavegi, á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, á Þverárfjallsvegi, Lágheiði, Mývatnsöræfum og á Öxi. Innlent 9.12.2005 09:43 Fimmtán fá ríkisborgararétt Fimmtán fá ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi áður en þingi verður frestað fram yfir jól samkvæmt tillögu allsherjarnefndar Alþingis. 21 sótti um að fá ríkisborgararétt, orðið var við beiðni fimmtán en sex hafnað. Innlent 9.12.2005 07:24 Samþykktu samning við gæsluna Kjarasamningur skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands var samþykktur með áttatíu og einu prósentu atkvæða. Tuttugu og einn félagi í Félagi skipstjórnarmanna hafði atkvæðisrétt og greiddu allir nema einn atkvæði. Innlent 9.12.2005 07:02 Sjúkraliðar samþykkja kjarasamning Sjúkraliðar í Reykjavík hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar. 28 af 57 á kjörskrá greiddu atkvæði. 27 þeirra greiddu atkvæði með samningnum en einn á móti. Innlent 9.12.2005 06:44 Tveir saksóknarar boðaðir í réttarsal Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag og hafa hvort tveggja Bogi Nilsson ríkissaksóknari og Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari verið boðaðir í þinghaldið. Innlent 9.12.2005 06:22 Lögregla fann snáka í Kópavogi Tveir stórir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi voru meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Hún naut meðal annars aðstoðar sérsveitarmanna frá Ríkislögreglustjóra við aðgerðina. Innlent 9.12.2005 07:25 Varað við fljúgandi hálku Vegagerðin varar við að flughált er á Þverárfjalli, Lágheiði, Mývatnsöræfum og á Hellisheiði eystri. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum auk fleiri staða á Suðurlandi, hálka í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði auk þess sem hálka og hálkublettir eru víða um allt norðanvert landið frá Vestfjörðum til Austurlands. Innlent 9.12.2005 07:46 Dæmdur fyrir amfetamínframleiðslu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fimmtugsaldri í 14 mánaða fangelsi fyrir að framleiða amfetamín í Kópavogi og fyrir fleiri brot, meðal annars fyrir að hóta fólki öllu illu og að ráðast á lækni fyrr á árinu. Innlent 9.12.2005 07:19 Páll sveik öll loforð Atli Eðvaldsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þróttar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greinir frá sinni hlið mála í samskiptum við Pál Einarsson, fyrrverandi fyrirliða Þróttar. Yfirlýsingin er birt í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Páll og Atli gátu ekki starfað saman og lauk ágreiningi þeirra með því að Páll yfirgaf félagið. Innlent 8.12.2005 23:07 Hagnaður ríkissjóðs alls 91 milljarður Tekjur ríkissjóðs nema rúmlega 408 milljörðum króna þegar tölur í fjárlögum og fjáraukalögum eru lagðar saman. Gjöldin nema 317 milljörðum. Hagnaðurinn er því 91 milljarður króna. Þar spilar sala Landssímans stærsta hlutverkið. Innlent 8.12.2005 22:01 Sigur fyrir réttarkerfið í landinu "Þetta er ekki aðeins sigur fyrir mig heldur er þetta sigur fyrir réttarkerfið í landinu vegna þess að þetta er fordæmisgefandi dómur," segir Valgerður H. Bjarnadóttir. Hæstiréttur dæmdi í gær að íslenska ríkinu bæri að greiða Valgerði sex milljjónir króna í bætur fyrir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra skyldi hafa lagt að henni að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Innlent 8.12.2005 22:01 Níu báta fækkun á tveimur árum Sú var tíðin að útgerð og fiskverkun var blómleg á Stöðvarfirði. Nú er aðeins ein lítil fiskverkun eftir; Skútuklöpp í eigu þeirra Guðna Brynjars Ársælssonar, Páls Óskarssonar, Grétars Arnþórssonar og útgerðarinnar Lukku ehf. Skútuklöpp er fimm ára gamalt fyrirtæki, saltaði lengst af fisk og stundar tilraunaeldi á þorski. Nú er saltfiskverkunin að mestu fyrir bí, vegna gengismála. Lífið 8.12.2005 22:01 Sprengju kastað inn á vinnumarkaðinn Formaður Félags leikskólakennara segir að sprengju hafi verið kastað inn á vinnumarkaðinn. Samkvæmt nýjum kjarasamningi Reykjavíkurborgar eru ófaglærðir deildarstjórar á leikskólum með hærri laun en faglærðir. Innlent 8.12.2005 22:01 Ekki útkljáð hver sækir málið Þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem enn eru fyrir dómstólum verða teknir fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki er útkljáð hver sé rétt skipaður og bær saksóknari varðandi ákæruliðina átta og hefur dómari boðað bæði Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon til þinghaldsins í dag. Innlent 8.12.2005 22:01 Alfreð víst treystandi Forkólfar framsóknarfélaganna í Reykjavík fagna því að Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa flokksins, hafi verið falið að stýra byggingu nýs sjúkrahúss í Reykjavík. Í ályktun þess efnis segir að Alfreð hafi stýrt uppbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur af miklum myndarbrag og gert hana að einu öflugasta fyrirtæki landsins. Innlent 8.12.2005 22:01 Kaupir hluti í Woolworths Baugur Group hefur fest kaup á tæpum þremur prósentum í bresku verslunarkeðjunni Woolworths. Samkvæmt heimildum eru þessi kaup ólík mörgum kaupum Baugs á breska markaðnum að því leyti að ekki er ætlunin að komast til áhrifa innan fyrirtækisins. Innlent 8.12.2005 23:06 Hlutur Tryggva aftur í hérað Hæstiréttur vísaði í gær sex ára fangelsisdómi yfir Tryggva Lárussyni aftur heim í hérað. Hæstiréttur fjallaði þarna um hlut Tryggva og Óla Hauks Valtýssonar í svokölluðu Dettifossmáli. Við sama tækifæri var sex og hálfs árs fangelsisdómur yfir Óla Hauki mildaður og verður fjögur ár. Innlent 8.12.2005 23:06 Útúrsnúningur og misskilningur "Ég tel að tilraun ráðuneytanna til að véfengja niðurstöður rannsóknarinnar sé skiljanleg því niðurstöðurnar eru stjórnvöldum óþægilegar," segir Stefán Ólafsson prófessor um þá gagnrýni sem ráðuneyti fjármála og heilbrigðismála sendu frá sér í sameiningu í fyrradag. Innlent 8.12.2005 22:01 Óttast mengunarslys Hafnarfjarðarbær hvetur samgönguyfirvöld til að vinna nú þegar áhættugreiningu vegna olíuflutninga hér á landi. "Áætluð tíðni olíuóhappa gefur ærið tilefni til að gefa þessum flutningum gaum," segir á vef Hafnarfjarðarbæjar. Jafnframt er þeirri skoðun lýst að setja verði fyrir fram skilgreind viðmiðunarmörk um ásættanlega áhættu. Innlent 8.12.2005 23:06 Krafan ekki studd gögnum Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð úr héraði yfir manni sem grunaður er um stórfellda fíkniefnasölu á Akureyri. Þegar maðurinn var handtekinn um mánaðamótin á skemmtistaðnum Sjallanum á Akureyri hafði hann á sér 53.500 krónur sem lögreglu grunaði að væri afrakstur fíkniefnasölu. Innlent 8.12.2005 23:06 « ‹ ›
Trúnaðarbrestur milli stjórnvalda og bótaþega Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa. Innlent 9.12.2005 12:48
Slökkviliðið var í næstu götu Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsi í Faxafeni í Reykjavík en útskrifaðir skömmu síðar. Slökkviliðsmenn voru á fundi í næstu götu og því fljótir á staðinn. Innlent 9.12.2005 12:14
Snákar og byssur fundust í Kópavogi Tveir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi var meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Snákarnir eru yfir hálfur metri á lengd hvor, en blátt bann liggur við innflutningi þessháttar dýra bæði vegna þess að bit þeirra geta reynst hættuleg og svo geta þau borið með sér sjúkdóma, enda fara þau ekki í sóttkví, ef þeim er smyglað. Innlent 9.12.2005 12:06
Spenna um framtíðarsýn Símans Eitt stærsta viðskiptaleyndarmálið þessa dagana er, í hverju síminn ætlar að fjárfesta eftir að hann eykur hlutafé sitt um 35 milljarða króna, eins og allt stefnir í. Innlent 9.12.2005 12:01
Hlýtur að hugleiða að segja af sér Árni Magnússon hlýtur að hugleiða að segja af sér vegna dóms sem féll gegn honum í Hæstarétti í gær, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, neitar að tjá sig frekar um málið og vísar til yfirlýsingar sem hann sendi frá sér í gær. Innlent 9.12.2005 11:53
Slapp ómeidd úr bílveltu Kona slapp óslösuð þegar bíll sem hún ók valt í hálku á Eyrarbakkavegi laust fyrir klukkan átta í morgun. Hálka er á nokkrum stöðum á Suðurlandi en að sögn lögreglu er útlit fyrir að hálkublettirnir hverfi þegar líður á daginn. Innlent 9.12.2005 11:48
Kristinn fær engin svör Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, fær ekkert svar við fyrirspurn sinni um íbúðalán banka og sparisjóða. Hann spurði meðal annars hversu mikið hver banki og sparisjóður hefði lánað gegn veði í húsnæði, hversu margir væru í viðskiptum hjá hverjum bankanna í sig og á hvaða kjörum þeir væru. Innlent 9.12.2005 09:36
Bjarni Hafþór ráðinn til KEA Bjarni Hafþór Helgason hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri KEA og hefur hann störf um áramót. Hann mun annast framkvæmdastjórn fjárfestingafélaganna Hildings og Upphafs en þau eru dótturfélög KEA. Innlent 9.12.2005 10:56
Tveir á sjúkrahús með reykeitrun Eldur kviknaði í einu Bláu húsanna svokölluðu við Faxafen í Reykjavík fyrir um klukkustund síðan og var tvennt flutt á slysadeild vegna gruns um að það væri með reykeitrun. Innlent 9.12.2005 10:33
Bíll skorðaðist þversum á Blöndubrú Það var lán í óláni þegar ungur maður missti stjórn á bíl sínum á leið yfir brúna yfir Blöndu í Blöndudal í gærkvöldi að bíllinn skorðaðist þversum á brúnni á milli handriðanna í stað þess að fara út af öðru hvoru megin. Innlent 9.12.2005 08:05
Hellisheiði eystri lokað vegna hálku Hellisheiði eystri hefur verið lokað fyrir umferð en þar er flughált. Vegagerðin varar einnig við flughálku á Nesjavallavegi, á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, á Þverárfjallsvegi, Lágheiði, Mývatnsöræfum og á Öxi. Innlent 9.12.2005 09:43
Fimmtán fá ríkisborgararétt Fimmtán fá ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi áður en þingi verður frestað fram yfir jól samkvæmt tillögu allsherjarnefndar Alþingis. 21 sótti um að fá ríkisborgararétt, orðið var við beiðni fimmtán en sex hafnað. Innlent 9.12.2005 07:24
Samþykktu samning við gæsluna Kjarasamningur skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands var samþykktur með áttatíu og einu prósentu atkvæða. Tuttugu og einn félagi í Félagi skipstjórnarmanna hafði atkvæðisrétt og greiddu allir nema einn atkvæði. Innlent 9.12.2005 07:02
Sjúkraliðar samþykkja kjarasamning Sjúkraliðar í Reykjavík hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar. 28 af 57 á kjörskrá greiddu atkvæði. 27 þeirra greiddu atkvæði með samningnum en einn á móti. Innlent 9.12.2005 06:44
Tveir saksóknarar boðaðir í réttarsal Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag og hafa hvort tveggja Bogi Nilsson ríkissaksóknari og Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari verið boðaðir í þinghaldið. Innlent 9.12.2005 06:22
Lögregla fann snáka í Kópavogi Tveir stórir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi voru meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Hún naut meðal annars aðstoðar sérsveitarmanna frá Ríkislögreglustjóra við aðgerðina. Innlent 9.12.2005 07:25
Varað við fljúgandi hálku Vegagerðin varar við að flughált er á Þverárfjalli, Lágheiði, Mývatnsöræfum og á Hellisheiði eystri. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum auk fleiri staða á Suðurlandi, hálka í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði auk þess sem hálka og hálkublettir eru víða um allt norðanvert landið frá Vestfjörðum til Austurlands. Innlent 9.12.2005 07:46
Dæmdur fyrir amfetamínframleiðslu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fimmtugsaldri í 14 mánaða fangelsi fyrir að framleiða amfetamín í Kópavogi og fyrir fleiri brot, meðal annars fyrir að hóta fólki öllu illu og að ráðast á lækni fyrr á árinu. Innlent 9.12.2005 07:19
Páll sveik öll loforð Atli Eðvaldsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þróttar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greinir frá sinni hlið mála í samskiptum við Pál Einarsson, fyrrverandi fyrirliða Þróttar. Yfirlýsingin er birt í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Páll og Atli gátu ekki starfað saman og lauk ágreiningi þeirra með því að Páll yfirgaf félagið. Innlent 8.12.2005 23:07
Hagnaður ríkissjóðs alls 91 milljarður Tekjur ríkissjóðs nema rúmlega 408 milljörðum króna þegar tölur í fjárlögum og fjáraukalögum eru lagðar saman. Gjöldin nema 317 milljörðum. Hagnaðurinn er því 91 milljarður króna. Þar spilar sala Landssímans stærsta hlutverkið. Innlent 8.12.2005 22:01
Sigur fyrir réttarkerfið í landinu "Þetta er ekki aðeins sigur fyrir mig heldur er þetta sigur fyrir réttarkerfið í landinu vegna þess að þetta er fordæmisgefandi dómur," segir Valgerður H. Bjarnadóttir. Hæstiréttur dæmdi í gær að íslenska ríkinu bæri að greiða Valgerði sex milljjónir króna í bætur fyrir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra skyldi hafa lagt að henni að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Innlent 8.12.2005 22:01
Níu báta fækkun á tveimur árum Sú var tíðin að útgerð og fiskverkun var blómleg á Stöðvarfirði. Nú er aðeins ein lítil fiskverkun eftir; Skútuklöpp í eigu þeirra Guðna Brynjars Ársælssonar, Páls Óskarssonar, Grétars Arnþórssonar og útgerðarinnar Lukku ehf. Skútuklöpp er fimm ára gamalt fyrirtæki, saltaði lengst af fisk og stundar tilraunaeldi á þorski. Nú er saltfiskverkunin að mestu fyrir bí, vegna gengismála. Lífið 8.12.2005 22:01
Sprengju kastað inn á vinnumarkaðinn Formaður Félags leikskólakennara segir að sprengju hafi verið kastað inn á vinnumarkaðinn. Samkvæmt nýjum kjarasamningi Reykjavíkurborgar eru ófaglærðir deildarstjórar á leikskólum með hærri laun en faglærðir. Innlent 8.12.2005 22:01
Ekki útkljáð hver sækir málið Þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem enn eru fyrir dómstólum verða teknir fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki er útkljáð hver sé rétt skipaður og bær saksóknari varðandi ákæruliðina átta og hefur dómari boðað bæði Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon til þinghaldsins í dag. Innlent 8.12.2005 22:01
Alfreð víst treystandi Forkólfar framsóknarfélaganna í Reykjavík fagna því að Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa flokksins, hafi verið falið að stýra byggingu nýs sjúkrahúss í Reykjavík. Í ályktun þess efnis segir að Alfreð hafi stýrt uppbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur af miklum myndarbrag og gert hana að einu öflugasta fyrirtæki landsins. Innlent 8.12.2005 22:01
Kaupir hluti í Woolworths Baugur Group hefur fest kaup á tæpum þremur prósentum í bresku verslunarkeðjunni Woolworths. Samkvæmt heimildum eru þessi kaup ólík mörgum kaupum Baugs á breska markaðnum að því leyti að ekki er ætlunin að komast til áhrifa innan fyrirtækisins. Innlent 8.12.2005 23:06
Hlutur Tryggva aftur í hérað Hæstiréttur vísaði í gær sex ára fangelsisdómi yfir Tryggva Lárussyni aftur heim í hérað. Hæstiréttur fjallaði þarna um hlut Tryggva og Óla Hauks Valtýssonar í svokölluðu Dettifossmáli. Við sama tækifæri var sex og hálfs árs fangelsisdómur yfir Óla Hauki mildaður og verður fjögur ár. Innlent 8.12.2005 23:06
Útúrsnúningur og misskilningur "Ég tel að tilraun ráðuneytanna til að véfengja niðurstöður rannsóknarinnar sé skiljanleg því niðurstöðurnar eru stjórnvöldum óþægilegar," segir Stefán Ólafsson prófessor um þá gagnrýni sem ráðuneyti fjármála og heilbrigðismála sendu frá sér í sameiningu í fyrradag. Innlent 8.12.2005 22:01
Óttast mengunarslys Hafnarfjarðarbær hvetur samgönguyfirvöld til að vinna nú þegar áhættugreiningu vegna olíuflutninga hér á landi. "Áætluð tíðni olíuóhappa gefur ærið tilefni til að gefa þessum flutningum gaum," segir á vef Hafnarfjarðarbæjar. Jafnframt er þeirri skoðun lýst að setja verði fyrir fram skilgreind viðmiðunarmörk um ásættanlega áhættu. Innlent 8.12.2005 23:06
Krafan ekki studd gögnum Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð úr héraði yfir manni sem grunaður er um stórfellda fíkniefnasölu á Akureyri. Þegar maðurinn var handtekinn um mánaðamótin á skemmtistaðnum Sjallanum á Akureyri hafði hann á sér 53.500 krónur sem lögreglu grunaði að væri afrakstur fíkniefnasölu. Innlent 8.12.2005 23:06