Innlent

Alfreð víst treystandi

Alfreð Þorsteinsson. Flokksbræður hans treysta honum til að stýra byggingu nýs spítala í Reykjavík.
Alfreð Þorsteinsson. Flokksbræður hans treysta honum til að stýra byggingu nýs spítala í Reykjavík.

Forkólfar framsóknarfélaganna í Reykjavík fagna því að Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa flokksins, hafi verið falið að stýra byggingu nýs sjúkrahúss í Reykjavík. Í ályktun þess efnis segir að Alfreð hafi stýrt uppbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur af miklum myndarbrag og gert hana að einu öflugasta fyrirtæki landsins.

"Sú reynsla mun verða gott veganesti í hið ábyrgðarmikla starf," segir í ályktun reykvískra framsóknarmanna. Á dögunum ályktuðu ungir sjálfstæðismenn í borginni á þann veg að Alfreð væri síður en svo treystandi til verksins. Verða orð framsóknarmannanna nú að skoðast sem svar við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×