Innlent

Slökkviliðið var í næstu götu

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsi í Faxafeni í Reykjavík en útskrifaðir skömmu síðar. Slökkviliðsmenn voru á fundi í næstu götu og því fljótir á staðinn.

Eldsins varð vart um klukkan hálf tíu í morgun og óskað eftir aðstoð lögreglu klukkan 9.31. Frá þeim tíma liðu aðeins átta mínútur þar til búið var að ráða niðurlögum eldsins. Þar skipti ekki minnstu að slökkviliðsmenn voru á fundi í Breiðfirðingabúð í Fákafeni með slökkviliðsbíl og voru því fljótir á staðinn.

Slökkviliðsmenn í reykkafarabúningum voru sendir inn í húsið til að slökkva eldinn og eftir að hann hafði verið slökktur var höfð vakt við húsið ef vera kynni að eldurinn blossaði upp aftur.

Tveir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en stöldruðu þar ekki lengi áður en þeir voru útskrifaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×