Innlent

Ekki útkljáð hver sækir málið

Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari. Dómarar hafa boðað Sigurð og Boga Nilsson ríkissaksóknara í réttinn.
Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari. Dómarar hafa boðað Sigurð og Boga Nilsson ríkissaksóknara í réttinn.

Þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem enn eru fyrir dómstólum verða teknir fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki er útkljáð hver sé rétt skipaður og bær saksóknari varðandi ákæruliðina átta og hefur dómari boðað bæði Boga Nilsson ríkissaksóknara og Sigurð Tómas Magnússon til þinghaldsins í dag.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í nóvember að Sigurður T. Magnússon hefði ekki verið formlega rétt settur til að saksækja í málinu en Sigurður skaut þeim úrskurði til Hæstaréttar. Hæstiréttur ógilti þann úrskurð í síðustu viku án þess að taka afstöðu til þess hvort Sigurður Tómas væri rétt settur saksóknari. Bogi Nilsson hefur með bréfi til dómsmálaráðherra í lok nóvember áréttað að hann hafi vikið sæti í öllum ákæruliðum Baugsmálsins svonefnda. Verjendur hafa óskað þess að málinu verði haldið áfram en standa fast við kröfu um að dómstóllinn skeri úr um hæfi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til að setja Sigurð Tómas Magnússon saksóknara yfir ákæruliðunum átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×