Innlent

Tveir á sjúkrahús með reykeitrun

Eldur kviknaði í einu Bláu húsanna svokölluðu við Faxafen í Reykjavík fyrir um klukkustund síðan og var tvennt flutt á slysadeild vegna gruns um að það væri með reykeitrun.

Óskað var eftir aðstoð slökkviliðs klukkan 9:31 og átta mínútum síðar var búið að slökkva eldinn. Það vildi til happs að slökkviliðsmenn voru í Fákafeni og þar var slökkviliðsbíll. Slökkviliðsmenn voru því fljótir á staðinn til að slökkva eldinn. Einn bíll og slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi til að gæta þess að eldurinn blossi ekki upp aftur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×