Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Agnar Már Másson skrifar 4. október 2025 23:40 Trump og Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið í vikunni. Getty Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Ísraelsmenn hættu loftárásum sínum á svæðinu. Sjötíu hafa fallið í valinn á Gasa í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Trump lét ummælin falla í kjölfar þess að Hamassamtökin höfðu tjáð honum að þau væru tilbúin að láta gísla af hendi, samkvæmt friðarplani Trumps, gegn því að Ísraelsher hörfi af svæðinu og stríðinu ljúki. Hamassamtökin sögðust enn fremur tilbúin að láta völd af hendi á Gaza til annarra palestínskra yfirvalda. Þau svöruðu aftur á móti ekki hvort þau væru tilbúin að láta vopn af hendi, sem er ein af kröfum Tumps og Ísraelsmanna. Hét því að afvopna Hamas, sem vilja ólíklega láta vopn af hendi En í stuttri ræðu sem Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels flutti í kvöld hét hann því að afvopna Hamas, þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi hingað til hafnað því að leggja niður vopn. Þar svaraði hann einnig gagnrýni þeirra sem hafa krafið Netanjahú um að binda enda á stríðið gegn lausn gíslanna, sem hann hefur áður hafnað að gera. Forsætisráðherrann vill meina að Hamasliðar séu aðeins nú tilbúnir að leysa ísraelska gísla úr haldi vegna þess að þeir Trump hafi aukið hernaðarlegan og pólitískan þrýsting á samtökin. „Ég stóðst gríðarlegan þrýsting að heiman og erlendis til þess að ljúka stríðinu,“ segir Netanjahú í ræðunni sinni, þar sem hann sagði einnig að Hamas og Ísrael væru nálægt því að komast að samkomulagi. Ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún byggi sig undir að innleiða „samstundis“ fyrstu skrefin í tillögum Trumps. Fulltrúar egypskra stjórnvalda segja að viðræður milli Hamas og Ísrael verði haldnar í Kaíró á mánudag. Trump virðist sannfærður um að samkomulag sé í sjónmáli og segir að þetta sé „stór dagur.“ Samþykkja fyrsta áfangann Hann minntist á það í Truth Social að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að víkja hernum af hluta Gasastrandarinnar sem fyrsta skrefið við fangaskipti. „Þegar Hamas staðfestir tekur vopnahléð TAFARLAUST gildi, gísla- og fangaskipti munu hefjast, og við munum skapa aðstæður til þess að færa okkur nær næsta skrefi til að ljúka þessum 3.000 ára hörmungum,“ skrifar forsetinn. Til að greiða fyrir fangaskiptum myndi Ísraelsher víkja af því svæði sem er innan við gulu línurnar.Truth Social Auk þess birtir forsetinn loftmynd af mótmælafundi í Ísrael þar sem fólk mótmælir meintu aðgerðaleysi Netanjahús við að binda enda á stríðið. Trump virðist þar reyna að auka þrýsting á Netanjahú um að hætta árásum á Gasa.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira