Innlent

Kaupir hluti í Woolworths

Baugur Group hefur fest kaup á tæpum þremur prósentum í bresku verslunarkeðjunni Woolworths. Samkvæmt heimildum eru þessi kaup ólík mörgum kaupum Baugs á breska markaðnum að því leyti að ekki er ætlunin að komast til áhrifa innan fyrirtækisins.

Woolworths hefur lækkað á árinu eftir að Apax féll frá yfirtökutilboði í félagið. Þótti það mikið áfall fyrir stjórnendur Woolworths og hefur fyrirtækið átt í tilvistarkreppu síðan. Woolworths selur matvöru, fatnað og aðra fylgihluti í rúmlega 800 verslunum um Bretlandseyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×