Innlent

Slapp ómeidd úr bílveltu

Kona slapp óslösuð þegar bíll sem hún ók valt í hálku á Eyrarbakkavegi laust fyrir klukkan átta í morgun. Hálka er á nokkrum stöðum á Suðurlandi en að sögn lögreglu er útlit fyrir að hálkublettirnir hverfi þegar líður á daginn.

Víða er hált á landinu en þó hefur heldur dregið úr henni eftir því sem liðið hefur á daginn samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Vegagerðarinnar. Hellisheiði eystri er lokuð vegna flughálku og hvassviðris en einnig er varað við flughálku á Ströndum norðan Bjarnarfjarðar, á nokkrum sveitavegum í Húnavatnssýslum, á Lágheiði og á Mývatnsöræfum. Hálka eða hálkublettir eru enn nokkuð víða um landið norðanvert, allt frá Vestfjörðum til Austurlands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×