Innlent Tæplega 4000 hænur drápust í bruna á Hornafirði Um 3600 hænur drápust þegar kviknaði í hænsnahúsi að bænum Grænahrauni á Hornafirði um klukkan tvö í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Innlent 15.12.2005 08:15 Boðað til launaráðstefnu í janúar Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa risið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Innlent 14.12.2005 23:19 Flugskeyti skotið að æðstu mönnum Islamic Jihad Einn af æðstu mönnum herskáu samtakanna Islamic Jihad eða heilags stríðs, slapp naumleg þegar hermenn frá Ísrael skutu flugskeyti að bíl hans í Gasaborg í Palestínu í gær. Erlent 15.12.2005 07:21 Danir duglegir að gefa fé til góðgerðarmála Aldrei hafa jafn mikil fjárframlög safnast til góðgerðarmála í Danmörku og á þessu ári. Árið er metár fyrir danska Rauða krossinn og UNICEF en einnig hefur verið sérlega mikið um stór fjárframlög til Neyðaraðstoðar kirkjunnar og Lækna án landamæra í Danmörku. Erlent 15.12.2005 06:42 Launanefnd sveitarfélaga samþykkti tillöguna Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa komið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Innlent 15.12.2005 07:26 Þrír bílar skemmdust vegna grjóthruns Þrír bílar urðu fyrir skemmdum vegna grjóthruns úr Óshlíð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur í gær en engan sakaði. Einn bílanna hafnaði í vegrás ofan vegar en hún var full af vatni og flæddi inn í bílinn. Undirvagn á öðrum skemmdist og gat kom á bensíngeymi og hjólbarði eyðilagðist á þriðja bílnum. Innlent 15.12.2005 07:12 Áfram skrölti hann þó Ölvaður ökumaður, sem leið átti um Öxnadalinn í nótt, missti stjórn á bíl sínum sem fór út af veginum, valt heila veltu og kom niður á hjólinn aftur. Við það hvell sprakk á öðru framhjólinu, en með þrjú hjól undir bílnum, skrölti hann áfram- þó. Innlent 15.12.2005 07:12 Sendi ríkislögreglustjóra bréf varðandi fyrrum forstjóra Byggðastofnunar Magnús Þór Guðmundsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sendi ríkislögreglustjóra bréf þar sem hann bendir á ummæli Kristinn H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, varðandi afglöp fyrrum forstjóra Byggðastofnunar í starfi. Magnús Þór telur að afglöpin varði við lög, eigi fullyrðingar Kristins við staðreynd að styðjast, og furðar sig á því að málið hafi ekki verið rannsakað af lögreglu á sínum tíma. Innlent 14.12.2005 23:37 Þolinmæði leikskólakennara á þrotum Þolinmæði leikskólakennara í Reykjavík er þrotum. Þeir saka borgaryfirvöld um að sýna menntun sinni lítilsvirðingu og hroka og krefjast leiðréttingar á kjörum sýnum hið fyrsta. Launanefnd sveitarfélaga hyggst á næstunni funda með forystumönnum Félags leikskólakennara vegna málsins. Innlent 14.12.2005 23:16 Hefja aftur skipulagða leit á miðnætti Björgunarsveitarmenn hafa hætt leit í bili í Fossvoginum að Einari Haraldssyni, átján ára gömlum pilt, sem saknað er síðan eftir miðnætti. Björgunarsveitarmenn hefja aftur skipulagða leit í kringum miðnætti og ganga þá fjörur í Fossvoginum. Innlent 14.12.2005 21:50 Mæðrastyrksnefnd afhent jólatré Mæðrastyrksnefnd fékk jólatré afhent frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Sú venja hefur skapast að gefa Mæðrastyrksnefnd jólatré eftir grisjun furulunda í útmörk Reykjavíkur. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar, segir jólatrén koma sér vel og þegin af heilum hug. Innlent 14.12.2005 21:49 Leitað að 18 ára gömlum pilt Leit stendur yfir að Einari Haraldssyni, átján ára gömlum dreng , en ekkert hefur spurst til hans síðan hann rétt eftir miðnætti. Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars. Innlent 14.12.2005 21:13 Byrjuð á nýrri glæpasögu Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur er byrjuð á nýrri glæpasögu. Söguna skrifar hún á kvöldin hátt uppi á fjöllum í vinnubúðum við Kárahnjúka. Innlent 14.12.2005 21:11 Misskildi sitt eigið frumvarp Iðnaðarráðherra segist hafa misskilið sitt eigið frumvarp um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Það sé ekki rétt að handhafar rannsóknarleyfa á auðlindum í jörðu eigi að hafa forgang að virkjunarleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hefði stutt frumvarpið ef ákvæði um vilyrði ráðherra fyrir nýtingarleyfi hefði verið fellt brott. Innlent 14.12.2005 20:54 Kveikt í dagblöðum í fjölbýlishúsi Eldur kom upp í stigagangi í Grýtubakka tvö um fimm-leytið í dag. Töluverður reykur var í stigaganginum þegar lögregla kom að, en eldurinn logaði ekki lengur. Svo virðist sem einhverjir óprúttnir náungar hafi kveikt í bunka af dagblöðum, en lögregla veit ekki en hver eða hverjir voru að verki. Innlent 14.12.2005 20:50 Félag um lýðheilsu mótmælir lokun Heilsuverndarstöðvar Aðalfundur Félags um lýðheilsu lýsir áhyggjum sínum yfir að Heilsuverndarstöðin sem akkeri og minnismerki í heilsuvernd á Íslandi hverfi úr því hlutverki. Ráðamenn eru hvattir til að tryggja áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvarinnar og starfsemi hennar í í lýðheilsu Íslendinga. Innlent 14.12.2005 20:03 Barnadauði á Íslandi er sá lægsti í heiminum Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild segir ástæður fyrir lágri tíðni ungbarnadauða á Íslandi vera meðal annars góð mæðravernd, meðferð og lækningar við fæðingu og virkt ungbarnaeftirlit, sem farið er eftir. Innlent 14.12.2005 19:57 Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla háu matvöruverði Samtök ferðaþjónustunnar taka undir með Samkeppniseftirlitinu að óásættanlegt sé að íslenskir neytendur og veitingahúsin í landinu, greiði 42% hærra verð fyrir matvæli en aðrar þjóðir í ESB löndunum. Innlent 14.12.2005 18:12 Óskað eftir upplýsingum um piltinn Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars Haraldssonar. Hann er 18 ára og fór frá Laugarásbíói um kl 00:30 og hefur ekki sést síðan. Grunur leikur á að Einar hafi farið í átt að Öskjuhlíð. Innlent 14.12.2005 18:54 Jónas ekki sáttur Jónas Garðarson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur ýmislegt að athuga við rannsókn sjóslyssins á Viðeyjarsundi. Það hvarflar ekki að honum að segja af sér formennsku vegna málsins. Innlent 14.12.2005 18:17 Ekki enn fundinn Lögregla hefur ekki enn fundið 18 ára gamlan dreng sem hefur verið leitað síðan síðdegis í dag. Ekki hefur spurst til hans síðan um miðnættið í gær, en þá sást til hans við Öskjuhlíð. Fjölmennt leitarlið er nú í Öskjuhliðinni. Innlent 14.12.2005 18:37 Stúlkan fundin Lögreglan hefur fundið tíu ára gamla þroskahefta stúlku sem leitað var að í Hlíðunum í dag. Hún var hjá vinkonu sinni og kom í leitirnar þar. Innlent 14.12.2005 17:37 Starfshópur skipaður um aðgerðaráætlunina "Einfaldara Ísland" Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað starfshóp með fulltrúum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að undirbúa aðgerðaráætlunina „ Einfaldara Ísland." Meginmarkmið áætlunarinnar, sem kynnt var í stefnuræðu forsætisráðherra nú í haust, verður einföldun laga og reglna, ekki síst til þess að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Innlent 14.12.2005 17:23 Jólin klámvædd í gosdrykkjaauglýsingu? „Það vilja allar mömmur kyssa jólasveininn okkar." Þetta fullyrðir Ölgerðin í auglýsingu sem birst hefur í dagblöðum síðustu daga þar sem sjá má jólasvein með bera bringu, og konu krjúpandi við hlið sér. „Klámvæðing á jólunum," segja femínistar. Innlent 14.12.2005 17:20 Karlmenn um 88% viðmælenda í íþróttafréttum Karlar eru mun meira áberandi í fjölmiðlum en konur. Svipuð kynjahlutföll eru í fréttum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum en það hallar verulega á hlut kvenna. Hlutfall karla í fjölmiðlum er á bilinu 65-80% á móti 20-35% kvenna en hlutfallið breytist lítillega eftir því hvort um er að ræða auglýsingar, fréttir, fréttatengda þætti eða sjónvarpsþætti. Innlent 14.12.2005 16:52 Lögbann á gögn áfram í gildi Fréttablaðið fær ekki afhent þau gögn sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði upptæk að kröfu Jónínu Benediktsdóttur í september síðastliðnum þrátt fyrir dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem blaðið var sýknað af kröfum Jónínu. Að sögn Sigurjóns M. Egilssonar, fréttaritstjóra Fréttablaðsins, gildir lögbann sýslumanns enn þar sem málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 14.12.2005 17:08 Baugur Group gengur frá kaupum í Þætti eignarhaldsfélagi Baugur Group hefur gengið frá kaupum á tuttugu prósent hluti í Þætti eignarhaldsfélagi ehf. Kaupverðið verður greitt í reiðufé og hlutabréfum í Íslandsbanka. Þáttur sem áður var að fullu í eigu Milestone ehf., mun um leið taka yfir rúmlega sextán komma fjögur prósenta eignahlut Milstone í Íslandsbanka og ríflega sextíu og sex prósenta hluti í Sjóvá. Innlent 14.12.2005 17:01 Leitað að 10 ára stúlku og ungum manni Lögreglan í Reykjavík hefur hafið leit að tíu ára gamalli stúlku sem ekki hefur spurst til síðan á milli tvö og þrjú í dag. Síðast sást til hennar við Hamrahlíðina í Reykjavík. Þá leitar fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og lögreglu nú að ungum manni sem ekkert hefur spurst til síðan um miðnættið í gær. Síðast spurðist til mannsins við Öskjuhlíð og því einblína leitarmenn á svæðið þar í kring. Innlent 14.12.2005 16:54 Mörgu ábótavant í mannréttindamálum hérlendis Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins kynnti skýrslu sína til úrbóta um stöðu mannréttindamála á Íslandi. hann hefur margt við mannréttindamál hérlendis að athuga og leggur fram fjölmargar breytingartillögur. Hann vill m.a. endurskoða ráðningarferli hæstaréttardómara og bæta aðgang fanga að sálfræðiaðstoð. Innlent 14.12.2005 16:45 Ráðamenn tryggi áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvar Félag um lýðheilsu lýsir áhyggjum sínum yfir að Heilsuverndarstöðin sem akkeri og minnismerki í heilsuvernd á Íslandi hverfi úr því hlutverki, en eins og greint hefur verið frá hefur húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg verið selt. Í ályktun frá félaginu eru ráðamenn hvattir til að tryggja áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvarinnar og starfsemi hennar í lýðheilsu Íslendinga. Innlent 14.12.2005 16:41 « ‹ ›
Tæplega 4000 hænur drápust í bruna á Hornafirði Um 3600 hænur drápust þegar kviknaði í hænsnahúsi að bænum Grænahrauni á Hornafirði um klukkan tvö í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Innlent 15.12.2005 08:15
Boðað til launaráðstefnu í janúar Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa risið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Innlent 14.12.2005 23:19
Flugskeyti skotið að æðstu mönnum Islamic Jihad Einn af æðstu mönnum herskáu samtakanna Islamic Jihad eða heilags stríðs, slapp naumleg þegar hermenn frá Ísrael skutu flugskeyti að bíl hans í Gasaborg í Palestínu í gær. Erlent 15.12.2005 07:21
Danir duglegir að gefa fé til góðgerðarmála Aldrei hafa jafn mikil fjárframlög safnast til góðgerðarmála í Danmörku og á þessu ári. Árið er metár fyrir danska Rauða krossinn og UNICEF en einnig hefur verið sérlega mikið um stór fjárframlög til Neyðaraðstoðar kirkjunnar og Lækna án landamæra í Danmörku. Erlent 15.12.2005 06:42
Launanefnd sveitarfélaga samþykkti tillöguna Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa komið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Innlent 15.12.2005 07:26
Þrír bílar skemmdust vegna grjóthruns Þrír bílar urðu fyrir skemmdum vegna grjóthruns úr Óshlíð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur í gær en engan sakaði. Einn bílanna hafnaði í vegrás ofan vegar en hún var full af vatni og flæddi inn í bílinn. Undirvagn á öðrum skemmdist og gat kom á bensíngeymi og hjólbarði eyðilagðist á þriðja bílnum. Innlent 15.12.2005 07:12
Áfram skrölti hann þó Ölvaður ökumaður, sem leið átti um Öxnadalinn í nótt, missti stjórn á bíl sínum sem fór út af veginum, valt heila veltu og kom niður á hjólinn aftur. Við það hvell sprakk á öðru framhjólinu, en með þrjú hjól undir bílnum, skrölti hann áfram- þó. Innlent 15.12.2005 07:12
Sendi ríkislögreglustjóra bréf varðandi fyrrum forstjóra Byggðastofnunar Magnús Þór Guðmundsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sendi ríkislögreglustjóra bréf þar sem hann bendir á ummæli Kristinn H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, varðandi afglöp fyrrum forstjóra Byggðastofnunar í starfi. Magnús Þór telur að afglöpin varði við lög, eigi fullyrðingar Kristins við staðreynd að styðjast, og furðar sig á því að málið hafi ekki verið rannsakað af lögreglu á sínum tíma. Innlent 14.12.2005 23:37
Þolinmæði leikskólakennara á þrotum Þolinmæði leikskólakennara í Reykjavík er þrotum. Þeir saka borgaryfirvöld um að sýna menntun sinni lítilsvirðingu og hroka og krefjast leiðréttingar á kjörum sýnum hið fyrsta. Launanefnd sveitarfélaga hyggst á næstunni funda með forystumönnum Félags leikskólakennara vegna málsins. Innlent 14.12.2005 23:16
Hefja aftur skipulagða leit á miðnætti Björgunarsveitarmenn hafa hætt leit í bili í Fossvoginum að Einari Haraldssyni, átján ára gömlum pilt, sem saknað er síðan eftir miðnætti. Björgunarsveitarmenn hefja aftur skipulagða leit í kringum miðnætti og ganga þá fjörur í Fossvoginum. Innlent 14.12.2005 21:50
Mæðrastyrksnefnd afhent jólatré Mæðrastyrksnefnd fékk jólatré afhent frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Sú venja hefur skapast að gefa Mæðrastyrksnefnd jólatré eftir grisjun furulunda í útmörk Reykjavíkur. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar, segir jólatrén koma sér vel og þegin af heilum hug. Innlent 14.12.2005 21:49
Leitað að 18 ára gömlum pilt Leit stendur yfir að Einari Haraldssyni, átján ára gömlum dreng , en ekkert hefur spurst til hans síðan hann rétt eftir miðnætti. Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars. Innlent 14.12.2005 21:13
Byrjuð á nýrri glæpasögu Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur er byrjuð á nýrri glæpasögu. Söguna skrifar hún á kvöldin hátt uppi á fjöllum í vinnubúðum við Kárahnjúka. Innlent 14.12.2005 21:11
Misskildi sitt eigið frumvarp Iðnaðarráðherra segist hafa misskilið sitt eigið frumvarp um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Það sé ekki rétt að handhafar rannsóknarleyfa á auðlindum í jörðu eigi að hafa forgang að virkjunarleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hefði stutt frumvarpið ef ákvæði um vilyrði ráðherra fyrir nýtingarleyfi hefði verið fellt brott. Innlent 14.12.2005 20:54
Kveikt í dagblöðum í fjölbýlishúsi Eldur kom upp í stigagangi í Grýtubakka tvö um fimm-leytið í dag. Töluverður reykur var í stigaganginum þegar lögregla kom að, en eldurinn logaði ekki lengur. Svo virðist sem einhverjir óprúttnir náungar hafi kveikt í bunka af dagblöðum, en lögregla veit ekki en hver eða hverjir voru að verki. Innlent 14.12.2005 20:50
Félag um lýðheilsu mótmælir lokun Heilsuverndarstöðvar Aðalfundur Félags um lýðheilsu lýsir áhyggjum sínum yfir að Heilsuverndarstöðin sem akkeri og minnismerki í heilsuvernd á Íslandi hverfi úr því hlutverki. Ráðamenn eru hvattir til að tryggja áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvarinnar og starfsemi hennar í í lýðheilsu Íslendinga. Innlent 14.12.2005 20:03
Barnadauði á Íslandi er sá lægsti í heiminum Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild segir ástæður fyrir lágri tíðni ungbarnadauða á Íslandi vera meðal annars góð mæðravernd, meðferð og lækningar við fæðingu og virkt ungbarnaeftirlit, sem farið er eftir. Innlent 14.12.2005 19:57
Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla háu matvöruverði Samtök ferðaþjónustunnar taka undir með Samkeppniseftirlitinu að óásættanlegt sé að íslenskir neytendur og veitingahúsin í landinu, greiði 42% hærra verð fyrir matvæli en aðrar þjóðir í ESB löndunum. Innlent 14.12.2005 18:12
Óskað eftir upplýsingum um piltinn Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars Haraldssonar. Hann er 18 ára og fór frá Laugarásbíói um kl 00:30 og hefur ekki sést síðan. Grunur leikur á að Einar hafi farið í átt að Öskjuhlíð. Innlent 14.12.2005 18:54
Jónas ekki sáttur Jónas Garðarson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur ýmislegt að athuga við rannsókn sjóslyssins á Viðeyjarsundi. Það hvarflar ekki að honum að segja af sér formennsku vegna málsins. Innlent 14.12.2005 18:17
Ekki enn fundinn Lögregla hefur ekki enn fundið 18 ára gamlan dreng sem hefur verið leitað síðan síðdegis í dag. Ekki hefur spurst til hans síðan um miðnættið í gær, en þá sást til hans við Öskjuhlíð. Fjölmennt leitarlið er nú í Öskjuhliðinni. Innlent 14.12.2005 18:37
Stúlkan fundin Lögreglan hefur fundið tíu ára gamla þroskahefta stúlku sem leitað var að í Hlíðunum í dag. Hún var hjá vinkonu sinni og kom í leitirnar þar. Innlent 14.12.2005 17:37
Starfshópur skipaður um aðgerðaráætlunina "Einfaldara Ísland" Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað starfshóp með fulltrúum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að undirbúa aðgerðaráætlunina „ Einfaldara Ísland." Meginmarkmið áætlunarinnar, sem kynnt var í stefnuræðu forsætisráðherra nú í haust, verður einföldun laga og reglna, ekki síst til þess að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Innlent 14.12.2005 17:23
Jólin klámvædd í gosdrykkjaauglýsingu? „Það vilja allar mömmur kyssa jólasveininn okkar." Þetta fullyrðir Ölgerðin í auglýsingu sem birst hefur í dagblöðum síðustu daga þar sem sjá má jólasvein með bera bringu, og konu krjúpandi við hlið sér. „Klámvæðing á jólunum," segja femínistar. Innlent 14.12.2005 17:20
Karlmenn um 88% viðmælenda í íþróttafréttum Karlar eru mun meira áberandi í fjölmiðlum en konur. Svipuð kynjahlutföll eru í fréttum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum en það hallar verulega á hlut kvenna. Hlutfall karla í fjölmiðlum er á bilinu 65-80% á móti 20-35% kvenna en hlutfallið breytist lítillega eftir því hvort um er að ræða auglýsingar, fréttir, fréttatengda þætti eða sjónvarpsþætti. Innlent 14.12.2005 16:52
Lögbann á gögn áfram í gildi Fréttablaðið fær ekki afhent þau gögn sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði upptæk að kröfu Jónínu Benediktsdóttur í september síðastliðnum þrátt fyrir dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem blaðið var sýknað af kröfum Jónínu. Að sögn Sigurjóns M. Egilssonar, fréttaritstjóra Fréttablaðsins, gildir lögbann sýslumanns enn þar sem málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 14.12.2005 17:08
Baugur Group gengur frá kaupum í Þætti eignarhaldsfélagi Baugur Group hefur gengið frá kaupum á tuttugu prósent hluti í Þætti eignarhaldsfélagi ehf. Kaupverðið verður greitt í reiðufé og hlutabréfum í Íslandsbanka. Þáttur sem áður var að fullu í eigu Milestone ehf., mun um leið taka yfir rúmlega sextán komma fjögur prósenta eignahlut Milstone í Íslandsbanka og ríflega sextíu og sex prósenta hluti í Sjóvá. Innlent 14.12.2005 17:01
Leitað að 10 ára stúlku og ungum manni Lögreglan í Reykjavík hefur hafið leit að tíu ára gamalli stúlku sem ekki hefur spurst til síðan á milli tvö og þrjú í dag. Síðast sást til hennar við Hamrahlíðina í Reykjavík. Þá leitar fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og lögreglu nú að ungum manni sem ekkert hefur spurst til síðan um miðnættið í gær. Síðast spurðist til mannsins við Öskjuhlíð og því einblína leitarmenn á svæðið þar í kring. Innlent 14.12.2005 16:54
Mörgu ábótavant í mannréttindamálum hérlendis Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins kynnti skýrslu sína til úrbóta um stöðu mannréttindamála á Íslandi. hann hefur margt við mannréttindamál hérlendis að athuga og leggur fram fjölmargar breytingartillögur. Hann vill m.a. endurskoða ráðningarferli hæstaréttardómara og bæta aðgang fanga að sálfræðiaðstoð. Innlent 14.12.2005 16:45
Ráðamenn tryggi áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvar Félag um lýðheilsu lýsir áhyggjum sínum yfir að Heilsuverndarstöðin sem akkeri og minnismerki í heilsuvernd á Íslandi hverfi úr því hlutverki, en eins og greint hefur verið frá hefur húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg verið selt. Í ályktun frá félaginu eru ráðamenn hvattir til að tryggja áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvarinnar og starfsemi hennar í lýðheilsu Íslendinga. Innlent 14.12.2005 16:41