Innlent

Karlmenn um 88% viðmælenda í íþróttafréttum

Karlar eru mun meira áberandi í fjölmiðlum en konur. Svipuð kynjahlutföll eru í fréttum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum en það hallar verulega á hlut kvenna.

Hlutfall karla í fjölmiðlum er á bilinu 65 - 80 % á móti 2 0 -3 5 % kvenna en hlutfallið breytist lítillega eftir því hvort um er að ræða auglýsingar, fréttir, fréttatengda þætti eða sjónvarpsþætti. Þetta kom fram á málþingi á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum og menntamálaráðuneytisins sem haldið var í Háskóla Íslands í dag.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn Margrétar Valdimarsdóttur sem beindi sjónum sínum fjölda karla og kvenna í sjónvarpsfréttum. Hún segir mikinn mun milli kynjanna í fréttum en konur sé um 24% viðmælenda. Þá séu konur einkum í samfélagsfréttum og fréttum tengdum menningu. Í einstaka málaflokkum líkt og íþróttafréttum er mismunur milli kynjannamun meiri en 88% viðmælenda eru karlar en konur aðeins 12%. Þá segir Margrét niðurstöðurnar hafa komið mörgum á óvart en þó ekki öllum. Hún segir mikilvægt að upplýsa samfélagið um stöðu mála. Margrét bendir á að það sé kannski hvað ekki síst yfirmenn á fjölmiðlum sem eigi að reyna að jafna út mismun milli kynjanna í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×