Innlent Brá þegar flugvél reisti sig fyrirvaralaust Farþegum í síðdegisflugi Icelandair frá Kaupmannahöfn í gær, var brugðið þegar vélin reisti sig fyrirvaralaust. Flugmaðurinn tilkynnti að önnur flugvél hefði stefnt á móti í sömu flughæð. Innlent 23.3.2006 21:49 Skrifað undir samkomulag um aðgerðaáætlun Skrifað var undir samkomulag um nýja aðgerðaáætlun í björgunarmálum á Langjökli í dag. Það gerðu björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórarnir í Árnes-, Bogarfjarðar- og Mýrar- og Húnavatnssýslu en jökullinn er í umdæmi þeirra allra. Innlent 23.3.2006 19:51 Kosningafundur á Kjalarnesi í kvöld Búist er við snörpum átökum á kosningafundi á Kjalarnesi í kvöld, en Kjalnesingar telja sig búa við lakari aðstöðu en aðrir Reykvíkingar. Þangað hefur verið stefnt fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga í vor og verður bein útsendinga frá fundinum á NFS upp úr klukkan átta. Þar munu borgarstjóraefni meðal annars takast á. Innlent 23.3.2006 19:19 Verulegir annmarkar á málsmeðferð við skipan ráðuneytisstjóra Verulegir annmarkar voru á málsmeðferð Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þegar hann skipaði Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra í ágúst 2004. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis fyrir Helgu Jónsdóttur, sem einnig sótti um starfið. Innlent 23.3.2006 18:27 Sjávarútvegsráðherra ræddi við breskan starfsbróður sinn Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti í dag fund í Lundúnum með Ben Bradshaw, breskum starfsbróður sínum, í kjölfar heimsóknar til helstu markaðsfyrirtækja Íslendinga á sviði sjávarútvegs, flutninga og matvælaframleiðslu. Innlent 23.3.2006 17:22 Útboðið mistókst ekki Lánasýsla ríkisins harmar það sem hún kallar neikvæðan fréttaflutning um nýlegt útboð ríkisbréfa og hafnar öllum fullyrðingum um að það hafi mistekist. Innlent 23.3.2006 16:53 Geir í Moskvu Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hélt í dag til fundar við Sergei Lavrov, rússneskan starfsbróður sinn, í Moskvu. Fundurinn stendur fram á laugardag. Innlent 23.3.2006 16:24 Rafrænar sjúkraskrár geta skipt sköpum Bætt læknismeðferð vegna rafrænna sjúkraskráa getur bjargað mannslífum sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir á ráðstefnu um rafrænar sjúkraskrár í dag. Innlent 23.3.2006 16:34 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004 Innlent 23.3.2006 16:26 Byrjað á hátt í 1300 íbúðum í borginni í fyrra Hafin var smíði á hátt í þrettán hundruð íbúðum í borginni á síðasta ári sem er met eftir því sem fram kemur í skýrslu byggingarfulltrúa sem kynnt var í borgarráði í dag. Innlent 23.3.2006 16:01 Nýr forstjóri Icelandic Group Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group. Björgólfur hefur síðustu mánuði unnið sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandic Group. Viðskipti innlent 23.3.2006 16:00 ESSO hækkar bensínverðið ESSO hefur hækkað bensínverð sitt um 2,50 krónur á lítrann og dísil um 1,50 krónur á lítrann. Algengt verð á lítra í sjálfsafgreiðslu er nú 117,40 krónur. Samkvæmt vefjum hinna olíufélaganna fjögurra er algengt verð bensínlítrans á bilinu 113 til 115 krónur. Innlent 23.3.2006 15:51 Mannréttindaskrifstofa fær rúman helming styrktarfjár Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk rúmlega helming þess fjár sem dómsmálaráðherra úthlutaði í styrki til verkefna á sviði mannréttindamála. Innlent 23.3.2006 15:41 Fjármálaráðuneytið gagnrýnir skýrslu Danske Bank Höfundar nýrrar skýrslu Danske Bank um íslenskt efnahagslíf hafa ekki sérþekkingu á íslensku hagkerfi, sem kann að útskýra þær staðreynda- og greiningarvillur sem þar komi fram. Þetta segir í nýjasta eintaki Vefrits fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Innlent 23.3.2006 15:25 Ekki ljóst hvenær varnarviðræður hefjast á ný Ekki er enn ljóst hvenær varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna hefjast að nýju. Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði Geir H. Haarde utanríkisráðherra á laugardaginn síðasta að viðræður yrði hafnar innan tíu daga. Innlent 23.3.2006 15:16 Ölvunarakstur algeng ástæða banaslysa Ölvunarakstur orsakaði flest banaslys í umferðinni á síðasta ári og flest umferðarslys urðu í desembermánuði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um umferðarslys. Meirihluti umferðarslysa verða milli klukkan fjögur og fimm síðdegis eða helmingi fleiri en verða milli átta og níu á morgnana. Innlent 23.3.2006 14:53 Telja aðstæður í efnahagslífinu góðar Niðurstöður úr nýrri könnun IMB Gallup, fjármálaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands, um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi benda til að 75 prósent forráðamenn fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Einungis 11 prósent sögðu horfurnar slæmar. Viðskipti innlent 23.3.2006 13:58 Garðplöntubændur hundóánægðir Forsvarsmenn Félags garðplöntubænda lýstu megnri óánægju með tollasamning stjórnvalda við Evrópusambandið á fundi landbúnaðarnefndar í morgun. Hann felur í sér að tollvernd á trjám, runnum, fjölærum garðplöntum og sumarblómum fellur niður um næstu áramót. Innlent 23.3.2006 11:56 Meirihlut kjósenda Samfylkingar vill aðildarviðræður við ESB Mikill meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar vill að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Athygli vekur að ríflega þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er sama sinnis og aðeins um helmingur kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn aðildarviðræðum. Innlent 23.3.2006 12:12 Danskir fjárfestar óttast um hag sinn Danskir fjárfestar, sem að undanförnu hafa veðjað á uppgang efnahagslífsins á Íslandi, óttast nú um hag sinn að sögn Jótlandspóstsins. Þeir hafa meðal annars gefið út svonefnd krónubréf fyrir röska sjö milljarða íslenskra króna og rekur blaðið dæmi um hvernig þau hafa nú þear rýrnað. Innlent 23.3.2006 12:10 Útilokar ekki flutning höfuðstöðva KB banka úr landi Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segist ekki útiloka þann möguleika að höfuðstöðvar bankans verði fluttar úr landi, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Innlent 23.3.2006 12:05 Varnarliðið byrjað að taka niður varnarbúnað Formaður Rafiðnaðarsambandsins segist hafa fyrir því heimildir að varnarliðið sé byrjað að taka niður hluta af varnarbúnaðinum á Keflavíkurflugvelli, og að það kunni að lama mikilvæg öryggiskerfi á vellinum. Innlent 23.3.2006 12:04 20 prósent nefnda bara skipaðar körlum Ráðherrar hafa skipað nær 1.600 manns í nefndir síðan í nóvember 2004, að meðaltali um hundrað í hverjum mánuði. Fimmta hver nefnd er aðeins skipuð körlum. Innlent 23.3.2006 12:00 Samgönguáætlun endurskoðuð nú þegar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur ríkisvaldið til að endurskoða nú þegar samgönguáætlun með það að markmiði að fjármagn til verkefna á höfuðborgarsvæðinu verði aukið til mikilla muna frá því sem nú er. Ályktun þessa efnis var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Innlent 23.3.2006 11:14 Vilja húsnæðið fyrir félagsstarf aldraðra Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir viðræðum við Sóknarnefnd Útskálakirkju um leigu eða kaup á húsnæðinu Sæborgu undir félagsstarf fyrir aldraða. Tillaga um slíkt kom frá fulltrúum F-lista, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn, að því er Víkurfréttir greina frá. Innlent 23.3.2006 11:59 Hagnaður Mosfellsbæjar 514 milljónir Mosfellsbær var rekinn með 514 milljón króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta í ársreikningum bæjarins. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 542 millj.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 680 millj.kr. á móti 600 millj.kr. í A hluta. Viðskipti innlent 23.3.2006 11:23 Jóhannes í Bónus kallar Baugsmálið fjögurra ára apaspil Jóhannes Jónsson í Bónus mætti til skýrslutöku til Ríkislögreglustjóra í morgun, harðákveðinn í að tjá sig ekki við starfsmenn embættisins, og sagði Baugsmálið fjögurra ára apaspil. Tilefni skýrslutökunnar er athugun sérstaks ríkissaksóknara á þeim 32 ákæruliðum, sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október, og eftir á að ákveða hvort ákært verði í að nýju. Innlent 23.3.2006 11:20 Slökktu eld með snarræði Íbúar í húsi við Reynigrund í Kópavogi náðu með snarræði að slökkva eld sem gaus upp í uppþvottavél, áður en hann næði að breiða sig um húsið. Slökkvilið kom á vettvang og reykræsti húsið, en litlar skemmdir urðu af eldinum sjálfum. Innlent 23.3.2006 07:15 Ráðist á leigubílstjóra í nótt Ölvaður maður réðst á leigubílstjóra á Akureyri í nótt, en bílstjórinn slapp ómeiddur út úr ryskingunum og gerði lögreglu viðvart. Hún fann manninn á gangi skömmu síðar og vistaði hann í fangageymslum í nmótt. Ekki er vitað hvað honum gekk til með árásinni, því hann var búinn að borga bílinn þegar hann missti stjórn á skapi sínu. Innlent 23.3.2006 07:11 Bíll hafnaði ofan í fjöru Minnstu munaði að fólksbíll með fjórum mönnum í, hafnaði ofan í fjöru við Arnarneshamar á Súðavíkurvegi undir kvöld í gær, þegar ökumaður hans missti stjórn á honum. Innlent 23.3.2006 07:04 « ‹ ›
Brá þegar flugvél reisti sig fyrirvaralaust Farþegum í síðdegisflugi Icelandair frá Kaupmannahöfn í gær, var brugðið þegar vélin reisti sig fyrirvaralaust. Flugmaðurinn tilkynnti að önnur flugvél hefði stefnt á móti í sömu flughæð. Innlent 23.3.2006 21:49
Skrifað undir samkomulag um aðgerðaáætlun Skrifað var undir samkomulag um nýja aðgerðaáætlun í björgunarmálum á Langjökli í dag. Það gerðu björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórarnir í Árnes-, Bogarfjarðar- og Mýrar- og Húnavatnssýslu en jökullinn er í umdæmi þeirra allra. Innlent 23.3.2006 19:51
Kosningafundur á Kjalarnesi í kvöld Búist er við snörpum átökum á kosningafundi á Kjalarnesi í kvöld, en Kjalnesingar telja sig búa við lakari aðstöðu en aðrir Reykvíkingar. Þangað hefur verið stefnt fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga í vor og verður bein útsendinga frá fundinum á NFS upp úr klukkan átta. Þar munu borgarstjóraefni meðal annars takast á. Innlent 23.3.2006 19:19
Verulegir annmarkar á málsmeðferð við skipan ráðuneytisstjóra Verulegir annmarkar voru á málsmeðferð Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þegar hann skipaði Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra í ágúst 2004. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis fyrir Helgu Jónsdóttur, sem einnig sótti um starfið. Innlent 23.3.2006 18:27
Sjávarútvegsráðherra ræddi við breskan starfsbróður sinn Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti í dag fund í Lundúnum með Ben Bradshaw, breskum starfsbróður sínum, í kjölfar heimsóknar til helstu markaðsfyrirtækja Íslendinga á sviði sjávarútvegs, flutninga og matvælaframleiðslu. Innlent 23.3.2006 17:22
Útboðið mistókst ekki Lánasýsla ríkisins harmar það sem hún kallar neikvæðan fréttaflutning um nýlegt útboð ríkisbréfa og hafnar öllum fullyrðingum um að það hafi mistekist. Innlent 23.3.2006 16:53
Geir í Moskvu Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hélt í dag til fundar við Sergei Lavrov, rússneskan starfsbróður sinn, í Moskvu. Fundurinn stendur fram á laugardag. Innlent 23.3.2006 16:24
Rafrænar sjúkraskrár geta skipt sköpum Bætt læknismeðferð vegna rafrænna sjúkraskráa getur bjargað mannslífum sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir á ráðstefnu um rafrænar sjúkraskrár í dag. Innlent 23.3.2006 16:34
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004 Innlent 23.3.2006 16:26
Byrjað á hátt í 1300 íbúðum í borginni í fyrra Hafin var smíði á hátt í þrettán hundruð íbúðum í borginni á síðasta ári sem er met eftir því sem fram kemur í skýrslu byggingarfulltrúa sem kynnt var í borgarráði í dag. Innlent 23.3.2006 16:01
Nýr forstjóri Icelandic Group Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group. Björgólfur hefur síðustu mánuði unnið sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandic Group. Viðskipti innlent 23.3.2006 16:00
ESSO hækkar bensínverðið ESSO hefur hækkað bensínverð sitt um 2,50 krónur á lítrann og dísil um 1,50 krónur á lítrann. Algengt verð á lítra í sjálfsafgreiðslu er nú 117,40 krónur. Samkvæmt vefjum hinna olíufélaganna fjögurra er algengt verð bensínlítrans á bilinu 113 til 115 krónur. Innlent 23.3.2006 15:51
Mannréttindaskrifstofa fær rúman helming styrktarfjár Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk rúmlega helming þess fjár sem dómsmálaráðherra úthlutaði í styrki til verkefna á sviði mannréttindamála. Innlent 23.3.2006 15:41
Fjármálaráðuneytið gagnrýnir skýrslu Danske Bank Höfundar nýrrar skýrslu Danske Bank um íslenskt efnahagslíf hafa ekki sérþekkingu á íslensku hagkerfi, sem kann að útskýra þær staðreynda- og greiningarvillur sem þar komi fram. Þetta segir í nýjasta eintaki Vefrits fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Innlent 23.3.2006 15:25
Ekki ljóst hvenær varnarviðræður hefjast á ný Ekki er enn ljóst hvenær varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna hefjast að nýju. Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði Geir H. Haarde utanríkisráðherra á laugardaginn síðasta að viðræður yrði hafnar innan tíu daga. Innlent 23.3.2006 15:16
Ölvunarakstur algeng ástæða banaslysa Ölvunarakstur orsakaði flest banaslys í umferðinni á síðasta ári og flest umferðarslys urðu í desembermánuði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um umferðarslys. Meirihluti umferðarslysa verða milli klukkan fjögur og fimm síðdegis eða helmingi fleiri en verða milli átta og níu á morgnana. Innlent 23.3.2006 14:53
Telja aðstæður í efnahagslífinu góðar Niðurstöður úr nýrri könnun IMB Gallup, fjármálaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands, um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi benda til að 75 prósent forráðamenn fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Einungis 11 prósent sögðu horfurnar slæmar. Viðskipti innlent 23.3.2006 13:58
Garðplöntubændur hundóánægðir Forsvarsmenn Félags garðplöntubænda lýstu megnri óánægju með tollasamning stjórnvalda við Evrópusambandið á fundi landbúnaðarnefndar í morgun. Hann felur í sér að tollvernd á trjám, runnum, fjölærum garðplöntum og sumarblómum fellur niður um næstu áramót. Innlent 23.3.2006 11:56
Meirihlut kjósenda Samfylkingar vill aðildarviðræður við ESB Mikill meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar vill að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Athygli vekur að ríflega þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er sama sinnis og aðeins um helmingur kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn aðildarviðræðum. Innlent 23.3.2006 12:12
Danskir fjárfestar óttast um hag sinn Danskir fjárfestar, sem að undanförnu hafa veðjað á uppgang efnahagslífsins á Íslandi, óttast nú um hag sinn að sögn Jótlandspóstsins. Þeir hafa meðal annars gefið út svonefnd krónubréf fyrir röska sjö milljarða íslenskra króna og rekur blaðið dæmi um hvernig þau hafa nú þear rýrnað. Innlent 23.3.2006 12:10
Útilokar ekki flutning höfuðstöðva KB banka úr landi Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segist ekki útiloka þann möguleika að höfuðstöðvar bankans verði fluttar úr landi, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Innlent 23.3.2006 12:05
Varnarliðið byrjað að taka niður varnarbúnað Formaður Rafiðnaðarsambandsins segist hafa fyrir því heimildir að varnarliðið sé byrjað að taka niður hluta af varnarbúnaðinum á Keflavíkurflugvelli, og að það kunni að lama mikilvæg öryggiskerfi á vellinum. Innlent 23.3.2006 12:04
20 prósent nefnda bara skipaðar körlum Ráðherrar hafa skipað nær 1.600 manns í nefndir síðan í nóvember 2004, að meðaltali um hundrað í hverjum mánuði. Fimmta hver nefnd er aðeins skipuð körlum. Innlent 23.3.2006 12:00
Samgönguáætlun endurskoðuð nú þegar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur ríkisvaldið til að endurskoða nú þegar samgönguáætlun með það að markmiði að fjármagn til verkefna á höfuðborgarsvæðinu verði aukið til mikilla muna frá því sem nú er. Ályktun þessa efnis var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Innlent 23.3.2006 11:14
Vilja húsnæðið fyrir félagsstarf aldraðra Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir viðræðum við Sóknarnefnd Útskálakirkju um leigu eða kaup á húsnæðinu Sæborgu undir félagsstarf fyrir aldraða. Tillaga um slíkt kom frá fulltrúum F-lista, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn, að því er Víkurfréttir greina frá. Innlent 23.3.2006 11:59
Hagnaður Mosfellsbæjar 514 milljónir Mosfellsbær var rekinn með 514 milljón króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta í ársreikningum bæjarins. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 542 millj.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 680 millj.kr. á móti 600 millj.kr. í A hluta. Viðskipti innlent 23.3.2006 11:23
Jóhannes í Bónus kallar Baugsmálið fjögurra ára apaspil Jóhannes Jónsson í Bónus mætti til skýrslutöku til Ríkislögreglustjóra í morgun, harðákveðinn í að tjá sig ekki við starfsmenn embættisins, og sagði Baugsmálið fjögurra ára apaspil. Tilefni skýrslutökunnar er athugun sérstaks ríkissaksóknara á þeim 32 ákæruliðum, sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október, og eftir á að ákveða hvort ákært verði í að nýju. Innlent 23.3.2006 11:20
Slökktu eld með snarræði Íbúar í húsi við Reynigrund í Kópavogi náðu með snarræði að slökkva eld sem gaus upp í uppþvottavél, áður en hann næði að breiða sig um húsið. Slökkvilið kom á vettvang og reykræsti húsið, en litlar skemmdir urðu af eldinum sjálfum. Innlent 23.3.2006 07:15
Ráðist á leigubílstjóra í nótt Ölvaður maður réðst á leigubílstjóra á Akureyri í nótt, en bílstjórinn slapp ómeiddur út úr ryskingunum og gerði lögreglu viðvart. Hún fann manninn á gangi skömmu síðar og vistaði hann í fangageymslum í nmótt. Ekki er vitað hvað honum gekk til með árásinni, því hann var búinn að borga bílinn þegar hann missti stjórn á skapi sínu. Innlent 23.3.2006 07:11
Bíll hafnaði ofan í fjöru Minnstu munaði að fólksbíll með fjórum mönnum í, hafnaði ofan í fjöru við Arnarneshamar á Súðavíkurvegi undir kvöld í gær, þegar ökumaður hans missti stjórn á honum. Innlent 23.3.2006 07:04