Innlent

Fréttamynd

Utanríkisráðherra á faraldsfæti

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hefur verið á faraldsfæti síðan fregnir af brotthvarfi Bandaríkjahers bárust í síðustu viku. Hann hefur nú rætt stöðu mála við starfsbræður sína í Frakklandi og Rússlandi og stefnan er næst tekin á Þýskaland.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands við útför Lennarts Meri

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur útför Lennarts Meri, fyrrverandi forseta Eistlands á sunnudaginn. Meri er minnst í Eistlandi og víðar fyrir þrotlausa baráttu fyrir lausn Eystrasaltslandanna undan Sovétríkjunum. Hann var forseti Eistlands á árunum 1992 til 2001.

Innlent
Fréttamynd

Samkynhneigðir geta brátt skráð sig í sambúð í þjóðskrá

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að verja einni og hálfri milljón króna til að fjármagna breytingar á grunnforritum Hagstofunnar svo hægt sé að skrá samkynhneigða í sambúð í þjóðskránni. Ráðgert er að kerfisbreytingunni verði lokið þegar frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra verður að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlur verða fengnar á leigu

Óhjákvæmilegt er að leysa skort á þyrlukosti Landhelgisgæslunnar í tveimur áföngum, eftir að þyrlur varnarliðsins hverfa á brott fyrir septemberlok: Til bráðabirgða með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir, og til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem dómsmálaráðuneytið sendi frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Varnarsamstarfið rætt hér á landi eftir viku

Ákveðið hefur verið að viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið fari fram í Reykjavík næstkomandi föstudag, 31. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Gljúfrasteinn opnaður á ný

Laxnes safnið að Gljúfrasteini hefur verið opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Verið er að klára eldhúsið en það hefur hingað til ekki verið til sýnis.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing þarf meiri peninga á næsta ári

Endurfjármögnunarþörf næsta árs hjá Kaupþingi banka hækkar úr 2,4 milljörðum evra í 2,9 milljarða evra vegna þess að í Bandaríkjunum hafa peningamarkaðssjóði sagt upp skuldabréfum sem hafa keypt voru af bankanum. Framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans segir þetta ekki setja mikið strik í reikninginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 0,8 prósent hækkun neysluverðs

Greiningardeild Glitnis segir að útlit sé fyrir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) á milli mars og apríl. Íbúðaverð hafi áfram talsverð áhrif til hækkunar vísitölunnar ásamt matvöruverði sem hefur hækkað að undanförnu. Þá hefur eldsneytisverð einnig hækkað frá síðustu mælingu í kjölfar gengislækkunar og hækkandi heimsmarkaðsverðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Talsverðar lækkanir á hlutabréfamarkaði

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,3 prósent í gær og um 4 prósent það sem af er degi. Þrátt fyrir þegar nemur hækkun vísitölunnar frá áramótum 5,6 prósentum, sem samsvarar 24 prósenta hækkun uppreiknað á ársgrundvelli, að sögn greiningardeildar Glitnis. Telst það mjög góð ávöxtun. Bréf í bönkum og FL Group hefur lækkað mest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leysa skuldabréf sín út

Talsmenn stóru bankanna segjast alltaf hafa gert sér grein fyrir því að peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum kynnu að vilja innleysa skuldabréf sín í íslenskum bönkum fyrr en bankarnir hefðu vænst, eins og nú er að gerast.

Innlent
Fréttamynd

Líklega áfram í gæsluvarðhaldi

Allar líkur eru á að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur Nígeríumönnum sem handteknir voru á leið úr landi með yfir átta og hálfa milljón króna í reiðufé í síðustu viku. Talið er að um sé að ræða fjársvikamál sem tengist tölvupóstsendingum.

Innlent
Fréttamynd

Rúmbotnar afturkallaðir

IKEA á Íslandi hefur afturkallað botna á barnarúmum af gerðinni Tassa eða Sniglar sem eru af stærðinni 55cm x 112cm, hafa verið seld frá því í ágúst 2005 og bera merkinguna "ID NO 15333" og "Made in Poland" á rúmbotninum.

Innlent
Fréttamynd

Bakkavör Group kaupir hlut í kínversku salatfyrirtæki

Bakkavör Group hefur keypt 40 prósent hlutafjár í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavör Group, og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör Group á 60 prósent hlutafjár í félaginu og Glitnir prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboð Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group

Dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak Acquisitions Limited (Daybreak), hefur gert öllum hluthöfum í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group (Wyndeham) yfirtökutilboð á 155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 milljónir punda. Meðfylgjandi er opinber tilkynning sem birt var í Kauphöllinni í London (LSE) varðandi yfirtökutilboðið.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar norrænar vísitölur

NOREX-kauphallirnar í Reykjavík, Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki hafa ákveðið að setja á stofn nýjar norrænar vísitölur, VINX-vísitölurnar. Er þeim ætlað að endurspegla norræna hlutabréfamarkaðinn á áreiðanlegan hátt og varpa ljósi á fjárfestingartækifæri á honum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keppni í kynþokka á Vestfjörðum

Leitin af kynþokkafyllasta Vestfirðingnum stendur nú yfir en 60 einstaklingar hafa fengið tilnefningu. Á fréttavefnum Bæjarins besta segir að eftir helgi verði tilkynnt hvaða fimm karlar og fimm konur hafa hlotið flestar tilnefningar og verður kosið á milli þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Mun fleiri konur atvinnulausar á Vestfjörðum

Konur eru í miklum meirihluta atvinnulausra á Vestfjörðum samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Á fréttavefnum Bæjarins besta segir að 62 konur og tíu menn séu á atvinnuleysisskrá en atvinnulausum karlmönnum hefur fækkað úr 17 frá því í byrjun mars.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðaráætlun fyrir Langjökul

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir í Árnes-, Húnavatns- Borgarfjarðar og Mýrasýslum undirrituðu í gær aðgerðaráætlun fyrir Langjökul. Tilgangur hennar er að gera allt leitar-og björgunarstarf markvissara með því að ákveða fyrirfram boðun björgunarsveita, stjórnun og leitarskipulag.

Innlent
Fréttamynd

Tilboð hærri en búist var við

Tilboð frá aðal miðlurum voru hærri en búist var við og hærri en tilboð á eftirmarkaði þegar útboð Lánasýslu ríkisins fór fram á miðvikudag, og því ákvað Lánasýslan að hafna öllum tilboðum að þessu sinni, segir í tilkynningu frá Lánasýslunni.

Innlent
Fréttamynd

Sinueldur við Hafravatnsveg

Kveikt var í sinu við Hafravatnsveg í Reykjavík í gærkvöldi og logaði glatt þegar slökkvilið kom á vettvang. Nokkurn tíma tók að slökkva eldinn endanlega, en slökkviliði tókst að fljótt að hefta útbreiðslu eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Á heimleið með fullfermi af kolmunna

Tvö íslensk fjölveiðiskip eru nú á landleið af Írlandsmiðum með yfir tvö þúsund tonn af kolmunna hvort skip en heimsiglingin tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa. Kolmunninn er nú á norðurleið inn í færeysku lögsöguna og eru vonir bundnar við að hann gangi svo í miklum mæli inn í íslensku lögsöguna í vor.

Innlent
Fréttamynd

Króuðu kófdrukkinn ökumann af

Lögreglumenn á þremur bílum náðu að króa af og stöðva kófdrukkinn ökumann sem reyndi að stinga lögregluna af eftir að hann hafði mælst á rösklega hundrað kílómetra hraða á Sæbraut í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Síminn undirbýr útrás

Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert félag í sömu aðstöðu og Síminn

Umkvartanir Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Símans, meðal annars um að Dagsbrún hafi skert virka samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði með heimild Samkeppniseftirlitsins, koma Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra Dagsbrúnar, spánskt fyrir sjónir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiði til þess að menn fari betur með vald sitt

Helga Jónsdóttir, fyrrverandi borgarritari, vonast til þess að álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að ekki hafi legið nægilega faglegar ástæður að baki ráðningu í starf ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins fyrir um tveimur árum, verði til þess að menn fari betur með það vald sem þeim sé falið. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún ætlar að leita réttar síns vegna málsins.

Innlent