Erlent

Fréttamynd

Methækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hækkaði verulega í Bandaríkjunum í dag í kjölfar efnilegrar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda að auka varnir þarlendra banka og fjármálafyrirtækja gegn yfirstandandi hremmingum með kaupum á hlutafé þeirra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil sveifla á Wall Street

Vikan hefur aldrei verið verri á bandarískum hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar nær dró lokum viðskiptadagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga eykst í Slóvakíu

Verðbólga mældist 5,4 prósent í Slóvakíu í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Verðbólgan hefur ekki verið meiri síðan í desember 2004.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dow Jones hrundi á afmælisdeginum

Gengi hlutabréfa í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors hrundi um 31 prósent á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor´s setti félagið á athugunarlista með mögulega lækkun í huga. Ástæðan fyrir þessu er minnkandi sala á nýjum bílum fyrirtækisins í Bandaríkjunum samfara hrakspám um yfirvofandi efnahagssamdrátt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dow Jones í frjálsu falli

Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll skyndilega niður um 5,14 prósent fyrir stundu og fór undir 9.000 stigin fyrir stundu. Svo virðist sem mikil lækkun á gengi hlutabréfa bandaríska bílaframleiðandans General Motors hafi dregið hlutabréfamarkaðinn með sér í fallinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stýrivaxtalækkun tikkar inn í Evrópu

Talsverð hækkun er á flestum hlutabréfamörkuðum í dag. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af óvæntri stýrivaxtalækkun seðlabanka víða um heim til að sporna við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hugsanlegt samdráttarskeið beggja vegna Atlantsála.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíutunnan nálgast 80 dali

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað talsvert samfara hrakspám um efnahagssamdrátt og minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum og Evrópu og stendur hún nú í 88 dölum á tunnu í Asíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Englandsbanki lækkar stýrivexti óvænt

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að grípa til neyðaraðgerða vegna aðstæðna í efnahagslífinu og lækkaði stýrivexti um 0,5 prósent. Við það fara stýrivextir landsins í 4,75 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sampo og Storebrand falla hratt

Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo hefur fallið um 5,9 prósent í dag og Storebrand um 7,9 prósent. Kaupþing og Exista eiga tæpan 30 prósenta hlut í Storebrand en Exista seldi tæpan tuttugu prósenta hlut í Sampo í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svartsýnir í röðum bandarískra fjárfesta

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum féll með skelli á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar vestanhafs óttast nú að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda, sem gengu í gegnum þingið á föstudag, dugi ekki til að koma fjármálakerfinu á réttan kjöl.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dow Jones ekki lægri í fimm ár

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur fallið um 3,39 prósent í dag og stendur vísitalan í 9.974 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2003 þegar hún var að rísa upp eftir að netbólan sprakk og hryðjuverkaárásir á Bandaríkin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn einn skellurinn í Bandaríkjunum

Enn einn skellurinn var á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar telja björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykkti í síðustu viku, hvergi duga til að koma fjármálakerfinu aftur á réttan kjöl.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Englandsbanki opnar bönkum dyrnar á gátt

Englandsbanki hefur rýmkað reglur um veð sem gerir breskum bönkum auðveldara um vik að sækja sér lausafé. Í tilkynningu sem bankinn sendir frá sér í dag segir að hann hafi ákveðið að gera þetta vegna lausafjárþurrðar á fjármálamörkuðum um þessar mundir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn einn skellurinn á Wall Street

Nýjustu upplýsingar hins opinbera í Bandaríkjunum um samdrátt í framleiðslu og vísbendingar um aukið atvinnuleysi urðu til þess að svartsýni greip um sig í röðum fjárfesta vestanhafs í dag. Bankar og fjármálafyrirtæki hertu enn frekar tökin á sjóðum sínum og hömstruðu fjármagn með þeim afleiðingum að lánsfé varð enn dýrara en í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evran lækkar gagnvart flestum nema krónu

Gengi evru lækkaði um 0,7 prósent gagnvart Bandaríkjadal í morgun og hefur það ekki verið lægra í ár. Þá hefur evran ekki verið lægra gagnvart jeni í tvö ár. Evran kostar nú 154,8 krónur. Í gær rauf evran 157 krónu múrinn og hafði þá aldrei verið sterkari gagnvart krónunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Buffett opnar veskið á ný

Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandaríkin opna í mínus

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í Bandaríkjunum í dag eftir mikla uppsveiflu í gær. Mikill órói er í röðum fjárfesta sem vonast til þess að Öldungadeild Bandaríkjaþings gefi græna ljósið á björgunaraðgerðir stjórnvalda vestanhafs í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandaríkin opna í plús

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag eftir versta skell sem fjárfestar hafa séð þar í landi í um 21 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Írska ríkið tryggir bankana

Írska ríkið hefur gengist í ábyrgðir fyrir skuldbindingar banka þar í landi næstu tvö árin. Ákvörðunin kemur í framhaldi af mikilli lækkun á gengi hlutabréfa í írskum fjármálafyrirtækjum í gær en tilefni þótti til að róa fjárfesta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf féllu hratt í Japan

Hlutabréf fjármálafyrirtækja lækkaði við upphaf viðskiptadagsins í Japan nú skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma og fór Nikkei-hlutabréfavísitalan niður um 1,5 prósent. Heldur gaf í lækkunina þegar nokkrar mínútur voru liðnar og stóð hún í fjögurra prósenta mínus stundarfjórðungi síðar.

Viðskipti erlent