Viðskipti erlent

Írska ríkið tryggir bankana

Frá Írlandi.
Frá Írlandi.
Írska ríkið hefur gengist í ábyrgðir fyrir skuldbindingar banka þar í landi næstu tvö árin. Ákvörðunin kemur í framhaldi af mikilli lækkun á gengi hlutabréfa í írskum fjármálafyrirtækjum í gær en tilefni þótti til að róa fjárfesta. Bankarnir sem ríkið tryggir eru Allied Irish Banks, Bank of Ireland, Anglo Irish Bank Corp. Irish Life and Permanent, Irish Nationwide Building Society og Educational Building Society. Fréttastofa Bloomberg segir ákvörðunina koma í framhaldi af aðgerðum ríkisstjórna og seðlabanka víða um heim til að tryggja fjármálalegan stöðugleika. Þá má nefna að breska ríkið tók breska bankann Bradford & Bingley yfir í gær og ríkisstjórnir Belgíu, Hollands og Lúxemborgar settu 11,2 milljarða evra inn í Fortis-banka til að bæta eiginfjárstöðu hans.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×