Viðskipti erlent

Bandaríkin opna í mínus

Mynd/AP
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í Bandaríkjunum í dag eftir mikla uppsveiflu í gær. Mikill órói er í röðum fjárfesta sem vonast til þess að Öldungadeild Bandaríkjaþings gefi græna ljósið á björgunaraðgerðir stjórnvalda vestanhafs í dag. Hlutabréf skullu niður af krafti á mánudag eftir að fulltrúaþingið felldi tillöguna, sem talin er kostar skattgreiðendur um 700 milljarða Bandaríkjadala. Vonast er hins vegar til þess að gangi tillaga í gegn muni það auka bjarsýni á horfur í fjármálaheiminum, ekki síst hleypa lífi í millibankamarkaðinn á nýjan leik. Vegna mikils taugatitrings á bandarískum fjármálamörkuðum hefur skrúfast nær algjörlega fyrir lánsfé bæði banka á milli og til fyrirtækja og hefur það valdið miklum samdrætti í einkaneyslu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú lækkað um 0,9 prósent í dag en Nasdaq-vísitalan um 0,93 prósent.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×