Buffett opnar veskið á ný 1. október 2008 22:00 Auðkýfingurinn Warren Buffett. Mynd/AFP Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira