Viðskipti erlent

Evran lækkar gagnvart flestum nema krónu

Evrur hafa sjaldan verið dýrari gagnvart krónu en í dag. Á sama tíma hefur hefur hún ekki verið lægri gagnvart dollar í ár.
Evrur hafa sjaldan verið dýrari gagnvart krónu en í dag. Á sama tíma hefur hefur hún ekki verið lægri gagnvart dollar í ár.
Gengi evru lækkaði um 0,7 prósent gagnvart Bandaríkjadal í morgun og hefur það ekki verið lægra í ár. Þá hefur evran ekki verið lægra gagnvart jeni í tvö ár. Evran kostar nú 154,8 krónur. Í gær rauf evran 157 krónu múrinn og hafði þá aldrei verið sterkari gagnvart krónunni. Evran hefur gefið talsvert eftir gagnvart helstu erlendu gjaldmiðlunum í dag - að krónu undanskilinni - en vísbendingar eru um að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, muni vara við samdrætti á evrusvæðinu á vaxtaákvörðunardegi bankans í dag, að sögn fréttastofu Bloomberg. Á móti hefur dollarinn styrkst nokkuð eftir að Öldungardeild Bandaríkjaþings samþykkti björgunaraðgerðir stjórnvalda í nótt. Bloomberg segir aðgerðirnar sýna að Bandaríkjamenn séu fljótari að bregðast við lausafjárþurrðinni sem plagað hefur alþjóðlegt fjármálakerfi en kollegar þeirra í Evrópu. Búist er við óbreyttum stýrivöxtum á evrusvæðinu í dag. Þeir standa nú í 4,25 prósentum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×