Viðskipti erlent

Methækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Glaðir fjárfestar við störf sína í fjármálahverfinu Wall Street.
Glaðir fjárfestar við störf sína í fjármálahverfinu Wall Street. Mynd/AP
Gengi hlutabréfa hækkaði verulega í Bandaríkjunum í dag í kjölfar efnilegrar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda að auka varnir þarlendra banka og fjármálafyrirtækja gegn yfirstandandi hremmingum með kaupum á hlutafé þeirra. Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauk upp um tæp þúsund stig í dag eftir afleita síðustu viku. Hún hefur aldrei hækkað jafn mikið á einum degi. Vísitalan hækkaði um ellefu prósent þegar yfir lauk. Nasdaq-vísitalan rauk upp um tæp tólf prósent á sama tíma. Bloomberg-fréttastofan eftur eftir fjármálasérfræðingum að aðgerðirnar séu til þess fallnar að auka traust og trúverðugleika eftir skelfilega daga. Methækkun var sömuleiðis á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Hins vegar var lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í dag, þriðja daginn í röð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×