Viðskipti erlent

Olíuverð hrapar með hlutabréfafallinu

Heimsmarkaðsverð hefur fallið um tíu dali í Bandaríkjunum í dag og stendur verðmiðinn nú í 96,3 dölum á tunnu. Verðið fór í 95 dali til skamms tíma í dag. Olíuverðið hefur ekki verið lægra síðan í febrúar. Verðlækkunin er í beinu framhaldi af falli á bandarískum hlutabréfamarkaði síðdegis í dag eftir að bandaríkjaþing felldi tillögur stjórnvalda að setja á laggirnar sjóð sem kaupa muni undirmálslán og aðrar eignir banka sem tengjast bandarískum fasteignalánum og orðnar næsta verðlausar fyrir 700 milljarða Bandaríkjadala. Þá á minni eftirspurn eftir eldsneyti og olíu vestanhafs sinn þátt í þróun mála, samkvæmt fréttastofu Associated Press.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×