Fjárfestar bíða vongóðir á Wall Street 1. október 2008 20:58 Miðlarar fylgjast spenntir með þróun mála á Wall Street í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum á borð við Apple og DeCode lækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag á meðal fjármálafyrirtækin stóðu nokkuð óbreytt. Bréf í DeCode féllu um 2,56 prósent og í Apple um 3,99 prósent. Gengi bréfa í síðastalda fyrirtækinu stendur í 109 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í maí í fyrra. Hæst fór það um síðustu áramót þegar það rauf 200 dala múrinn. Fjárfestar bíða þess nú að Öldungadeild Bandaríkjaþings kjósi um tillögur bandarískra stjórnvalda, sem felur í sér stofnun sjóðs sem muni kaupa upp léleg verðbréf og aðra skuldavafninga banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast bandarískum fasteignalánum, eru orðin næsta verðlaus eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði og mikilla vanskila á lánum, og brennt gat í bækur fyrirtækjanna. Fulltrúaþing Bandaríkjaþings hafði áður fellt tillöguna en hún verður tekin til umfjöllunar að nýju innan skamms. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að á meðan tillagan liggi í lausu lofti muni óróleiki enn vara á fjármálamörkuðum. Helstu vísitölurnar tóku dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar á leið. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,18 prósent en Nasdaq-vísitalan um eitt prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum á borð við Apple og DeCode lækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag á meðal fjármálafyrirtækin stóðu nokkuð óbreytt. Bréf í DeCode féllu um 2,56 prósent og í Apple um 3,99 prósent. Gengi bréfa í síðastalda fyrirtækinu stendur í 109 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í maí í fyrra. Hæst fór það um síðustu áramót þegar það rauf 200 dala múrinn. Fjárfestar bíða þess nú að Öldungadeild Bandaríkjaþings kjósi um tillögur bandarískra stjórnvalda, sem felur í sér stofnun sjóðs sem muni kaupa upp léleg verðbréf og aðra skuldavafninga banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast bandarískum fasteignalánum, eru orðin næsta verðlaus eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði og mikilla vanskila á lánum, og brennt gat í bækur fyrirtækjanna. Fulltrúaþing Bandaríkjaþings hafði áður fellt tillöguna en hún verður tekin til umfjöllunar að nýju innan skamms. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að á meðan tillagan liggi í lausu lofti muni óróleiki enn vara á fjármálamörkuðum. Helstu vísitölurnar tóku dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar á leið. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,18 prósent en Nasdaq-vísitalan um eitt prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira