Viðskipti erlent

Hlutabréf féllu hratt í Japan

Hlutabréf fjármálafyrirtækja lækkaði við upphaf viðskiptadagsins í Japan nú skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma og fór Nikkei-hlutabréfavísitalan niður um 1,5 prósent.

Gengi bréfa í Sumitomo Mitsui Financial Group, þriðja banka landsins, féll um

fjórtán prósent. Þá féll gengi annarra fjármálafyrirtækja um allt að tuttugu prósent.

Fallið er bein afleiðing þess að þingmenn í Bandaríkjunum felldu björgunaraðgerðir stjórnvalda þar í landi sem lagt höfðu til stofnun sjóðs sem myndi kaupa undirmálslán og aðrar eignir sem tengjast bandarískum fasteignalánamarkaði og hafa brennt gat í bækur banka og fjármálafyrirtækja eftir að fasteignaverð fór að lækka verulega vestanhafs.

Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sjóðsstjóra í Japan að mikil vonbrigði séu með tillagan hafi ekki hlotið brautargengi í Bandaríkjunum. Séu einu ráð fjárfesta nú að selja eignir sínar og reyna að halda í reiðufé sitt.

Heldur gaf í lækkunina þegar nokkrar mínútur voru liðnar af viðskiptadeginum og stóð hún í fjögurra prósenta mínus stundarfjórðungi síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×