Sósíalistaflokkurinn

Fréttamynd

Þing­menn auð­valdsins

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í stjórnarandstöðu hafa staðið fyrir 110 klukkustunda málþófi á Alþingi til að tefja leiðréttingu veiðigjaldsins – einfalt skref sem myndi færa ríkissjóði 6–8 milljarða króna á ári og stöðva langvarandi og kerfisbundið svind stórútgerðanna gegn þjóðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Rán um há­bjartan dag

Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Skoðun
Fréttamynd

Taka þurfi á­kvörðun um sam­einingu vinstrisins fyrr en síðar

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Samstöðin hafi aldrei verið í hættu

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk.

Innlent
Fréttamynd

Skipt um lás hjá Sósíal­ista­flokknum

Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi

Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar.

Innlent
Fréttamynd

Samstöðinni verði mögu­lega lokað í kvöld: Vilja fá lög­bann á boðaðan aðal­fund

Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Vorstjarnan hans Gunnars Smára?

Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár.

Skoðun
Fréttamynd

For­maður og gjald­keri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot

Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot.

Innlent
Fréttamynd

Flokkurinn hans Gunnars Smára?

Á Visir.is í gær tekur gamall vinnufélagi Gunnars Smára Egilssonar við hann viðtal. Er þetta nokk langt viðtal og prýða viðtalið hvorki fleiri né færri en 16 portrait myndir af viðfangsefninu. Þar mærir gamli vinnufélaginn Gunnar í hástert sem fer yfir feril sinn í fjölmiðlum. Ber þar á góma Samstöðina, upphaf hennar og framtíð. Þar vil ég aðeins staldra við.

Skoðun
Fréttamynd

Segir á­sakanir kjaft­æði og í­hugar meið­yrða­mál

Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn.

Innlent
Fréttamynd

Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr hús­næðinu

Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Byggir á viðskiptamódeli banda­rískrar trúboðsstöðvar

Gunnar Smári Egilsson er eldhugi, hann býr yfir óvenju miklum sannfæringarkrafti. Hann er kjaftfor og lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Um það eru mörg dæmi, hann til að mynda hefur lent í heiftarlegum illdeilum við þá sem halda úti hægrisinnuðum hlaðvörpum, svo sem Stefán Einar Stefánsson.

Lífið
Fréttamynd

Mig langar að byggja heim með frið og um­lykja með ást

Ég er friðarsinni og hef alltaf verið og tel að við Íslendingar ættum alltaf að tala með og stuðla að friði alls staðar, en það telst ekki fínt í dag að tala fyrir friði oftast erum við úthrópuð sem Pútínisti og eða Trumpisti og flestir leggja ekki í það skítkast sem dynur á manni ef maður lætur sér koma til hugar að tala um frið.

Skoðun
Fréttamynd

Trumpistar eru víða

Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst.

Skoðun
Fréttamynd

Þér er boðið með, kæri fé­lagi

Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna.

Skoðun
Fréttamynd

Frystir Face­book hópinn og rýfur tengsl við Sósíalista­flokkinn

Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Líkir aðal­fundi Sósíal­ista við War­hammer-útsöluna í Nexus

Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum.

Innlent