Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Fjöldi brottfara í maí aldrei verið meiri

Brottfarir Íslendinga í maí voru um 65 þúsund talsins og hafa ekki mælst svo margar í maí síðan mælingar hófust. Þetta kemur fram í talningu Ferðamálastofu. Þá voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um 112 þúsund talsins sem er fimmti fjölmennasti maímánuður frá því að mælingar hófust.

Innlent
Fréttamynd

Lækkun af­sláttar í frí­höfn liður í að­gerðum gegn þenslu

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni.

Innlent
Fréttamynd

Tengiflugskerfið til Bandaríkjanna umbreytir rekstri Play

Flugfélagið Play flutti rúmlega 56.600 farþega í maí sem er 58% aukning frá aprílmánuði. Farþegafjöldinn í maí var jafnmikill og á öllum fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Play segir tengiflugskerfi til Bandaríkjanna umbreyta rekstrinum og að það gangi vel að koma sér fyrir á flugmarkaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Höfðu ekki hug­mynd um Strætó á Kefla­víkur­flug­velli

Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu.

Lífið
Fréttamynd

Gera ráð fyrir 5,7 milljónum far­þega

Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fregnir um opnun Wendy's reyndust falskar

Ólíklegt má telja að skyndibitakeðjan Wendy's muni opna útibú á Íslandi á næstunni. Fréttatilkynning þess efnis barst þó fréttastofu í morgun. Við nánari athugun virðist um einhverskonar gjörning að ræða. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð

Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur grímuskylda í flugi til Bandaríkjanna

Grímuskylda verður valkvæð í flugferðum á vegum Icelandair og Play til Bandaríkjanna. Play og Icelandair slökuðu á sínum reglum varðandi grímuskyldu í ákveðnum ferðum í Evrópu í síðasta mánuði en hafa nú stigið skrefinu lengra í samræmi við úrskurð alríkisdómara í Bandaríkjunum. 

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.