Innflytjendamál

Fréttamynd

Mót­taka flótta­manna sé ekki skamm­tíma­verk­efni

Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Jálisti - góð breyting á lögum um at­vinnu­réttindi út­lendinga

Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til.

Skoðun
Fréttamynd

Svikarar narra leigj­endur í neyð með fölskum gylli­­boðum

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina.

Innlent
Fréttamynd

Segir engan í á­skrift að matar­að­stoð

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segir engan í áskrift að mataraðstoð í svari til manns sem gagnrýndi að samtökin myndu ekki aðstoða úkraínskar fjölskyldur á Selfossi frekar á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjar um þriðjungur útskriftarnema frá Fisktækniskólanum

Tæplega þriðjungur nemenda sem útskrifuðust úr Fisktækniskóla Íslands í vikunni sem leið eru Pólverjar. Rekstrarstjóri fiskvinnslu í Grindavík segir fiskvinnsluna ekki geta verið án erlends vinnuafls. Pólverjarnir eru hæstánægðir með námið sem að hluta var kennt á pólsku.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi inn­gildingar inn­flytj­enda og hlut­verk nær­sam­fé­lags

Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag

Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu.

Innlent
Fréttamynd

Börnin sem bjarga heiminum

Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða.

Skoðun
Fréttamynd

Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun

Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.