Grindavík

Fréttamynd

Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“

Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga.

Innlent
Fréttamynd

Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn

Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að hraun loki fólk inni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 

Innlent
Fréttamynd

Allt sem gat farið úrskeiðis í kvöld fór úrskeiðis

Tímabilinu er lokið hjá Grindavík eftir að hafa látið Stjörnuna valta yfir sig í oddaleik. Leikurinn endaði með 32 stiga sigri Stjörnunnar 104-72. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með sína menn í kvöld

Sport
Fréttamynd

Grind­víkingar al­sælir með nýjan eld­gosa­búning

Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við höfum smá tíma“

Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst.

Innlent
Fréttamynd

Njarð­vík og Grinda­vík í úr­slit

Njarðvík og Grindavík tryggðu sér sæti í úrslitaleik 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigurvegari úrslitaleikurinn tryggir sér sæti í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Svona rann hraun niður í Nátthaga

Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg.

Innlent
Fréttamynd

Hraun flæðir niður í Nátthaga

„Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.