Sameinuðu arabísku furstadæmin

Eigendur Man City eignast ellefta fótboltafélagið
City Football Group frá Abú Dabí, sem á meðal annars Englandsmeistaralið Manchester City, heldur áfram að safna að sér fótboltafélögum út um allan heim.

Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn
Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014.

Átta Íslendingar sagðir eiga eignir í Dúbaí
Átta Íslendingar eiga fasteignir í Dúbaí ef marka má gögn sem lekið var til norska viðskiptamiðilsins E24. Að sögn miðilsins er þetta í fyrsta sinn sem greinargott yfirlit fæst yfir eigendur lúxusfasteigna, íbúða og skrifstofubygginga í furstadæminu sem hefur lengi verið þekkt sem leikvöllur ríka fólksins.

Kjarnorkumál í Íran og stríðið í Úkraínu í brennidepli á sögulegum fundi
Utanríkisráðherrar Arababandalagsríkjanna Barein, Marokkó og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu ásamt utanríkisráðherrum Ísraels, Bandaríkjanna og Egyptalands í Ísrael í dag en ráðherrarnir ræddu viðbrögð við ýmsum vandamálum sem Miðausturlöndin standa frammi fyrir.

Leiðtogar Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana neita að ræða við Biden
Leiðtogar Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana eru sagðir hafa neitað að eiga samtal við Joe Biden Bandaríkjaforseta á síðustu vikum á sama tíma og Biden og ráðamenn í Evrópu hafa leitað leiða til að draga úr gríðarlegri hækkun olíuverðs.

Banna drónaflug eftir banvæna árás
Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa bannað drónaflug til afþreyingar í landinu eftir að litlir drónar voru notaðir til að sprengja þrjá olíubíla í loft upp á dögunum.

Notuðu dróna til að sprengja olíubíla í loft upp
Þrír olíuflutningabílar sprungu í morgun í loft upp á flugvellinum í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bílarnir eru sagðir hafa verið sprengdir í loft upp með litlum drónum sem flogið var að þeim.

Síðasta A380-þotan afhent eigenda
Síðasta Airbus A380 hefur nú verið smíðuð og var afhent nýjum eigendum í dag. Það er flugfélagið Emirates með höfuðstöðvar í Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er eigandi vélarinnar, en félagið er eigandi um helmings þeirra A380-þota sem hafa verið framleiddar.

Lindsay Lohan er trúlofuð
Leikkonan Lindsay Lohan tilkynnti í dag að hún hefði trúlofast kærasta sínum Bader Shammas.

Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart
Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Meintur mannréttindabrjótur kjörinn forseti Interpol
Undirhershöfðingi við innanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er sakaður um pyntingar og gerræðislegar handtökur í heimalandinu var kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol. Hann hefur verið kærður í fimm löndum.

Aðeins fyrirmenni fá aðgang að allra helgasta hluta Davíðs
Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni.

Lét brjótast inn í síma Hayu prinsessu og lögmanna hennar
Leiðtogi furstadæmisins Dúbaí lét fylgjast með símum Hayu prinsessu og lögmanna hennar á meðan á forræðisdeilum þeirra stóð fyrir breskum dómstólum. Hann er talinn hafa hindrað framgang réttvísinnar með afskiptunum.

Ghani kominn til furstadæmanna
Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum staðfesta að Ashraf Ghani, forseti Afganistans, sé staddur þar. Ghani flúði heimalandið um helgina þegar talibarnar nálguðust höfuðborgina Kabúl.

Týnda prinsessan skoðaði eldgosið
Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið.

Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa
Sjóher Bretlands tilkynnti í dag að olíuflutningaskipi hafi líklegast verið rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna í dag. Hópur vopnaðra manna eru sagðir hafa farið um borð í skipið Asphalt Princess.

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð
OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Mikil sprenging í Dúbaí
Mikill sprenging varð um borð í gámaskipi við Jebel Ali höfnina í Dúbaí fyrr í kvöld og logaði mikill eldur á hafnarsvæðinu.

Týnda prinsessan í fríi á Spáni
Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi.

Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark
Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði.