Sviss

Fréttamynd

Fimm úr skíðahópnum fundnir látnir

Fimm skíðamenn sem leitað var að í Sviss í gær hafa fundist látnir. Sjötta mannsins er enn saknað. Fólkið var á aldrinum 21 til 58 ára og fimm tilheyrðu sömu fjölskyldunni.

Erlent
Fréttamynd

Gíslatökumaður skotinn til bana í Sviss

Lögregluþjónar í Sviss skutu í gærkvöldi 32 ára mann frá Íran eftir að hann tók fimmtán manns í gíslingu í lest. Maðurinn var vopnaður hníf og öxi og hélt fólkinu í gíslingu í tæpar fjórar klukkustundir.

Erlent
Fréttamynd

Nánast allir í­búar Gasa reiða sig á okkur

Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðernissinnar höfðu betur í Sviss

Flokkur fólksins í Sviss var óumdeildur sigurvegari þingkosninganna þar í landi sem fram fóru um helgina. Flokkurinn, sem er langt á hægri vængnum og mótfallinn Evrópusambandinu, hlaut 28,6 prósent atkvæða. 

Erlent
Fréttamynd

Flogið frá Akureyri til Sviss í vetur

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zürich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kenndu konum í Sviss að prjóna íslenskar lopapeysur

Ull íslensku sauðkindarinnar og garnið, sem unnið er henni, voru í sviðsljósinu á alþjóðlegri garnhátíð í Zürich í Sviss á dögunum. Um tuttugu konur frá Íslandi sóttu hátíðina og voru flestar úti í um vikutíma.

Innlent
Fréttamynd

167 ára „vand­ræða­barn banka­kerfisins“ heyrir sögunni til

167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfirtakan muni líklega róa markaði í Evrópu

Íslenskur greinandi segir að yfirtaka UBS á Credit Suisse muni líklega róa markaði í Evrópu en bankinn hafi verið svarti sauðurinn að ákveðnu leyti. Það að kaupverðið sé langt undir markaðsvirði komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði. Bandaríkjamenn þurfi einnig að huga að lagabreytingum vegna veikleika sem komu bersýnilega í ljós í síðustu viku. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse

Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en  íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 

Viðskipti erlent