Sviss

Stærsti hvíti demanturinn til að fara á uppboð
Einn stærsti skorni demantur heims fer á uppboð í svissnesku borginni Genf á næstu dögum og mun í kjölfarið verða stærsti hvíti demantur sögunnar sem seldur er á uppboði.

Sagði skilið við fjármálaheiminn til að gerast vínbóndi
Íslenskur doktor í stærðfræði ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn, láta drauminn rætast og gerast vínbóndi í Sviss. Hann er nú á landinu að kynna vín sitt fyrir Íslendingum og býður öllum sem vilja að koma að smakka.

Meint barnsmóðir Pútíns vann Ólympíugull, fimmtán HM-gull og níu EM-gull
Erlendir fjölmiðlar fjalla nú mikið um meinta kærustu Vladímír Pútíns Rússlandsforseta sem er nú sögð vera í felum í Ölpunum á meðan Rússar ráðast inn í Úkraínu.

Stökkið: „Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands“
Alexandra Björgvinsdóttir er búsett í Zürich í Sviss þar sem hún hefur verið í tæp tvö ár og segir þau bestu tvö ár lífs síns. Í dag rekur hún fyrirtækið Travel By ABB þar sem hún hjálpar öðrum að skoða heiminn og uppgötva nýja staði.

Einræðisherrar, auðjöfrar og fíkniefnabarónar meðal viðskiptavina Credit Suisse
Meira en sex þúsund þeirra þrjátíu þúsund sem eiga í viðskiptum við svissneska bankann Credit Suisse eru frá aðeins fjórum ríkjum: Venesúela, Egyptalandi, Úkraínu og Taílandi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa strítt við mikinn pólitískan óstöðugleika.

Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse
Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum.

Sabine Weiss látin
Ljósmyndarinn Sabine Weiss lést nýverið á heimili sínu í París, 97 ára að aldri. Hún er af mörgum talin vera frumkvöðull á sviði ljósmyndunar og var síðasti eftirlifandi ljósmyndarinn sem tilheyrði frönsku húmanistastefnunni.

Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods
Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn.

Hjónabönd samkynhneigðra loks heimil í Sviss næsta sumar
Stjórnvöld í Sviss tilkynntu í morgun að hjónabönd samkynhneigðra verði heimil í landinu frá 1. júlí á næsta ári.

Armbönd Marie Antoinette seljast fyrir milljarð króna
Tvö demantsarmbönd sem eitt sinn voru í eigu síðustu drottningar Frakklands, Marie Antoinette, hafa verið seld á uppboði í Sviss fyrir rúmar átta milljónir dollara, eða rúman milljarð króna.

Blatter og Platini ákærðir í Sviss
Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini.

Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“
Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana.

Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu
Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts.

Kjósa um hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra eftir hatramma kosningabaráttu
Kjósendur í Sviss greiða atkvæði um hvort leyfa eigi samkynhneigðum pörum að gifta sig og ættleiða börn á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að stuðningsmenn þess hafi sigur en dregið hefur saman á milli fylkinga í harðri kosningabaráttu síðustu vikna.

Björgunarsveitir í kapphlaupi við tímann: Hundruð enn saknað og keppst við að finna eftirlifendur
Hundruð er enn saknað sem horfið hafa í flóðunum sem hafa riðið yfir vesturhluta Evrópu undanfarna daga. Meira en 150 hafa farist en björgunarsveitir vonast til þess að finna einhverja á lífi í rústunum sem vatnsflaumurinn hefur skilið eftir sig í Þýskalandi og Belgíu.

Svanasöngur Federer á Wimbledon?
Tenniskappinn Roger Federer veit ekki hvort að tapleikur hans í átta manna úrslitunum á Wimbledon-mótinu í gær hafi verið hans síðasti á Wimbledon.

Lífið leikur við stuðningsmanninn sem missti sig
Luca Loutenbach vakti heimsathygli á leik Sviss og Frakklands á Evrópumótinu í fótbolta. Þessi eldheiti stuðningsmaður Sviss hefur nú grætt talsvert á því hve líflegur hann var í stúkunni.

Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag.

Fundur forsetanna laus við „fjandskap“
Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var.

Klukkustunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna.