Slökkvilið

Mótorhjólaslys í Laugardal
Minnst einn slasaðist í mótorhjólaslysi nærri Pylsuvagninum í Laugardal upp úr klukkan sex í kvöld.

Slapp naumlega úr eldsvoða í Reykjanesbæ
Maður slapp naumlega þegar eldsvoði kom upp á heimili hans í Reykjanesbæ fyrrinótt. Hann vaknaði við glamur í svefnherbergishurðinni og hélt að jarðskjálfti hefði riðið yfir.

Kallað út vegna elds í íþróttahúsi í Breiðholti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds innan í klæðingu íþróttahússins í Austurbergi í Breiðholti í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag.

Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð.

Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur við Miklubraut
Tveir bílar skullu saman við Miklubraut klukkan rúmlega þrjú í dag. Einn var fluttur á slysadeild.

Vaknaði við sprengingar í bílskúr
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til í nótt vegna elds sem kom upp í bílskúr í Stóragerði í Reykjavík í nótt.

Maðurinn fannst og aðgerðir afturkallaðar
Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda vegna tilkynningar um að mann í sjónum á sjötta tímanum í dag. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út en þeir afturkallaðir upp úr klukkan sex. Maðurinn hafði þá komið sér upp úr af sjálfsdáðum.

Fóru í 80 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhring
Nokkrar annir hafa verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um páskana, sem sinnti 80 sjúkraflutningsútköllum á sólarhringum frá því snemma í gærmorgun þar til í morgun.

Aðeins eitt prósent ekki með brunavarnir á heimilinu
Níutíu og átta prósent landsmanna eru með reykskynjara á heimili sínu og aðeins eitt prósent með engar brunavarnir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýlegrar könnunar Maskínu.

Telja að bensínsprengja hafi verið notuð til að kveikja í húsnæði velferðarsviðs
Eldur kviknaði í húsakynnum velferðarsviðs Kópavogsbæjar í nótt og er sterkur grunur um íkveikju. Skrifstofa sviðsins var lokuð í dag vegna þessa og telur lögregla að bensínsprengja, eða svokallaður molotov-kokteill, hafi verið notaður til að kveikja eldinn.

Sinubruni í Grafarvogi
Sinubruni logar neðan við Húsahverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Ekki er um umfangsmikinn bruna að ræða og vel gengur að ná tökum á eldinum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Forstjórinn áætlar að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna
Forstjóri Íslenska gámafélagsins áætlar að tjón vegna brunans í endurvinnslustöð á Reykjanesi um helgina hlaupi á allt að þrjú hundruð milljónum króna. Hann segir brunann mikið áfall en er á sama tíma feginn að ekkert manntjón varð.

Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“
Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur.

Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“
Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns.

Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“
Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu.

Kviknaði í tveimur bílum í Árbænum
Nokkur erill hefur verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en dælubílar voru sex sinnum kallaðir út.

Eldur kom upp í sendiferðabíl í Hveragerði
Mikill eldur kom upp í sendiferðabíl á bílaplaninu fyrir utan verslun Bónus í Sunnumörk í morgun.

Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp
Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær.

Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík
Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur.

Eldur kom upp í bíl á Miklubraut
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í bíl á Miklubraut, milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar skömmu fyrir klukkan níu í morgun.