Slökkvilið

Fréttamynd

Bíll í ljósum logum á Skaganum

Bíll stóð í ljósum logum fyrir utan blokk við Holtsflöt á Akranesi um sexleytið í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en bíllinn er ónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Vatnslögn í sundur í Smára­lind

Slökkviliðið var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna vatnsleka í Smáralind, og voru tveir dælubílar sendir á vettvang. Umsjónarmaður Smáralindar segir að ekkert stórtjón hafi orðið, allar verslanir hafi opnað í morgun nema ein.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt í Kópa­vogi

Bíll valt á hliðina í umferðinni í Kópavogi á fimmta tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn

Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í tveimur taugrindum

Betur fór en á horfðist er kviknaði í þvotthúsinu Fönn við Klettháls í Reykjavík seint í gærkvöldi. Verkstjórinn segir eldsvoðann ekki hafa haft áhrif á starfsemi þvottahússins.

Innlent
Fréttamynd

Eig­andi Bjargar í á­falli en vonast til að bjarga fötum

Eigandi Efnalaugarinnar Bjargar á Háaleitisbraut sem brann í nótt segist vera í áfalli eftir nóttina. Um fjölskyldufyrirtæki er að ræða og segir hann mestu máli skipta að hlúa að starfsfólki en hann vonast til þess að hægt verði að bjarga einhverjum fötum sem voru þar til hreinsunar.

Innlent
Fréttamynd

Mikið eigna­tjón vegna bruna í efnalaug við Háa­leitis­braut

Rétt eftir klukkan tvö í nótt var slökkvilið kallað til vegna bruna í Efnalauginni á Háaleitisbraut. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla og slökkvilið hafi verið send með forgangi vegna mikils elds. Slökkviliði hafi gengið greiðlega að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Benz brann í Breið­holti

Eldur kviknaði í húddi bíls á bílastæðinu við Mjódd á tíunda tímanum í kvöld. Slökkvilið var kallað á vettvang og búið er að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Vinnu­slys við Suður­lands­braut

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir vinnuslys á vinnusvæði á Suðurlandsbraut upp úr hádegi í dag. Dælubíll slökkviliðs og tveir sjúkraflutningabílar voru kallaðir út vegna slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í bíl­skúr á Álfta­nesi

Eldur kom upp í bílskúr á Álftanesi rétt fyrir kl. 16 í dag. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út en svo virðist sem búið sé að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem drukknaði við Örfirisey

Maðurinn sem drukknaði við Örfirisey í lok maí, eftir að hafa örmagnast á sjósundi, hét Michal Gabriš. Hann var frá Slóvakíu og varð aðeins 27 ára. Hann hafði nýlokið hringferð um Ísland á hlaupahjóli.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um í­kveikju á Hjarðar­haga

Umtalsvert magn bensíns fannst í sýnum sem tekin voru á vettvangi mannskæðs eldsvoða að Hjarðarhaga í Reykjavík. Tveir létust í brunanum og grunur er uppi um að kveikt hafi verið í.

Innlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir sýruleka á Akur­eyrar­höfn

Rýma þurfti Akureyrarhöfn og vinnusvæði Eimskips í gær vegna gruns um sýruleka eftir að hífingarbúnaður bilaði og tankur með fosfórsýru féll niður á þilfar flutningaskipsins Royal Arctic Line. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er úr­koma sem má vænta á ein­hverra ára­tuga fresti“

Sú mikla úrkoma sem hefur mælst í vatnsveðrinu fyrir norðan er veðuratburður sem vænta má á nokkurra áratugafresti að sögn ofanflóðasérfræðings. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir útlitið bjartara en það var í gær því dregið hefur úr úrkomu en áfram er skriðu-og snjóflóðahætta.

Innlent
Fréttamynd

Sári djúpt snortinn yfir stuðningi

Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið.

Innlent
Fréttamynd

Sund­höllinni lokað vegna reyks

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum í kjallara Sundhallar Reykjavíkur vegna reyks og brunalyktar fyrr í morgun. Ekki var talin hætta á ferð en lauginni hefur þó verið lokað um óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Ofur­ölvi þjófur gisti í fanga­geymslu

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu nokkra ökumenn í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þó virðist nóttin hafa verið róleg ef marka má dagbók lögreglu. Þar kemur fram að tveir hafi gist fangageymslur í nótt og að 69 mál hafi verið skráð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fá­dæma úr­helli á Ólafs­firði

Gífurleg úrkoma hefur verið á Norðurlandi síðan í gærkvöldi, en gul veðurviðvörun er í gildi og búist er við áframhaldandi rigningu á morgun. Sérstaklega hefur rignt á Ólafsfirði þar sem slökkviliðið var kallað út laust eftir hádegi til að dæla vatni af lægstu punktum bæjarins.

Innlent