Veitingastaðir

Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“
Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt.

Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum
Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn.

Kaupfélag Skagfirðinga í hamborgarana
Kaupfélag Skagfirðinga er orðinn eigandi M-veitinga ehf. sem rekur hamborgarastaðina Metro í Skeifunni og Smáratorgi. Þetta er ljóst með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem hafði kaupin til skoðunar.

Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda
Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna.

Zuism-bræðurnir hafa opnað pítsustað
Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem hvað þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hafa opnað nýjan pítsustað í Garðabæ. Staðurinn heitir Slæs, með vísun til enska orðsins fyrir sneið, og er hann til húsa í Iðnbúð 2 í Garðabæ.

Sóttvarnarbrot á veitingastað þar sem voru hátt í fimmtíu gestir
Laust eftir klukkan sex í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á veitingastað út af sóttvarnarbroti. Í dagbók lögreglu segir að veitingastaðurinn sé í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem er þá annað hvort í Kópavogi eða Breiðholti, en ekki er nánar tilgreint hvar staðurinn er.

Skora á stjórnvöld að koma veitingageiranum til aðstoðar hið snarasta
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði segja mörgum veitingahúsum hafa verið lokað og fjölmörg séu á ystu nöf. Þau rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. Því skora samtökin á stjórnvöld að bregðast við og létta á takmörkunum sem snúa að veitingahúsum og krám.

Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s
Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi.

Rúmlega tuttugu ára sögu Café Bleu lokið
Kaffihúsinu Café Bleu, sem starfrækt hefur verið í Kringlunni frá árinu 1999, hefur verið lokað. Eigendur kaffihússins segjast sjá á eftir fjölmörgum fastakúnnum en tími hafi verið kominn á breytingar. Nýr veitingastaður verður opnaður í rýminu að loknum framkvæmdum.

Ósáttur með að krár þurfi áfram að hafa lokað: „Munurinn er þessi eina kleina!“
„Okkur finnst verulega að okkur vegið og mikil mismunun í gangi,“ segir kráaeigandinn Arnar Þór Gíslason um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem kynntar voru í hádeginu.

Afgreiðslustúlku á Hlemmi ógnað og hún elt inn á starfsmannarými
Súrdeigsbakaríið Brauð & Co hefur lokað útibúi sínu við Hlemm Mathöll. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ástæðuna meðal annars þá að ekki sé unnt að tryggja öryggi starfsmanna á Hlemmi.

Telur kórónuveiruna ekki eiga roð í skötulyktina
Eigandi Múlakaffis hefur vart haft undan við að afgreiða skötu ofan í borgarbúa í aðdraganda jólanna. Gestir létu vel að skötunni í ár og nokkrir sögðust sannfærðir um að kórónuveiran ætti ekki roð í lyktina.

Vísar því alfarið á bug að ÍSÍ hafi sigað lögreglunni á Viggó
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ vísar því á bug að hafa klagað Viggó Harald Viggósson til lögreglu.

Lögreglan lokar Golfklúbbnum með látum
Eigandi Golfklúbbsins er afar ósáttur með aðgerðir lögreglunnar og er kominn með lögfræðing sinn í málið.

Fjórum veitingastöðum veitt tiltal vegna sóttvarna
Lögregla heimsótti á annan tug veitingahúsa í gærkvöldi í eftirliti með sóttvörnum vegna Covid-19 og voru flestir með allt til fyrirmyndar. Veitingamenn fjögurra staða fengu tiltal þar sem bent var á hvað mætti gera betur.

Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs
Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag.

Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika
Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman.

Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum
Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins.

Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum
Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra.

„Smassa kjötið“ niður á pönnu á nýjum hamborgarastað við Ægissíðu
Nýr hamborgarastaður, Smass, hefur verið opnaður við Ægissíðu. Hamborgarastaðurinn er rekinn samhliða mexíkóska veitingastaðnum Chido sem fyrir var í húsnæði veitingastaðarins við Ægissíðu 123. Rekstraraðilar staðarins fengu til liðs við sig reynslumikinn sérfræðing um hamborgara til að þróa uppskriftina en um um helgina verður prufuopnun staðarins.