Veitingastaðir

Fréttamynd

Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn

„Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 

Makamál
Fréttamynd

Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði

Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta ár sýni á­vinning af styttri opnunar­tíma skemmti­staða

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að færa KFC nær Akureyri

Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helmings­af­­sláttur á Ísey Skyr Bar heyrir brátt sögunni til

Viðskiptavinir Ísey Skyr Bar munu framvegis ekki fá 50 prósenta afslátt af drykkjum, söfum og skálum frá og með 1. júní þegar ný morguntilboð taka gildi. Rekstrarstjóri segir breytingarnar í samræmi við verð sem sambærilegir staðir hafa verið að bjóða upp á og þetta sé hluti af frekari breytingum á stöðunum.

Neytendur
Fréttamynd

Allt annað líf að fá að standa ber­skjaldaður andspænis kúnnunum

Ætla má að veitinga­húsa- og bar­eig­endur landsins hafi margir hverjir séð til­efni til að gleðjast í dag yfir boðuðum til­slökunum á sótt­varna­reglum. Það er Björn Árna­son, eig­andi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að af­greiða fólk grímu­laus.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnu­torg Kringlunnar mun færa sig um set

Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.