Tesla

Fréttamynd

Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum

Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014.

Bílar
Fréttamynd

13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum árin fyrir lok árs 2025

Ætla má að þriðji áratugur 20. aldar muni einkennast af rafhlöðuæði. Til stendur að reisa 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum fyrir árslok 2025. Hingað til er Gígaverksmiðja Tesla í Nevada sú stærsta. Mikil eftirspurn er eftir rafhlöðum í rafbíla. Áætlað er að framleiðslan muni tífaldast á næstu fimm árum.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Cybertruck á prófunarbraut Tesla

Frumgerð af Tesla Cybertruck sást á prófunarbraut við verksmiðju Tesla í Fermont, Kaliforníu. Bíllinn á myndbandinu virðist vera talsvert nær því að vera endanleg útgáfa en sá sem var kynntur upprunalega árið 2019.

Bílar
Fréttamynd

Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta

Elon Musk, auðugasti maður heims, spurði nýverið tugi milljóna fylgjendur sína á Twitter að því hvort hann ætti að selja tíu prósent hlutabréfa sinna í Tesla, bílafyrirtækinu sem hann stofnaði. Musk sagðist ætla að una ákvörðun Twitter, en 58 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu honum að selja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi

Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu.

Bílar
Fréttamynd

Ofurhleðslustöðvar Tesla ná allan hringinn

Tesla hefur nú tryggt að hringvegurinn er fær þeim sem vilja notast við ofurhleðslustöðvar Tesla. Tesla opnaði nýlega stöðvar á Höfn og á Akureyri sem þýðir að Hringvegurinn er orðinn greiðfær, aldrei meira en 300 km. á milli ofurhleðslustöðva.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model Y - fyrstu bílar í september

Hönnunarumhverfið fyrir Tesla Model Y er nú aðgengilegt á íslenska vefsvæði Tesla. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum, Long Range AWD og Performance. Verðið er frá 8.069.170kr.

Bílar
Fréttamynd

Tesla opnar tvær nýjar ofurhleðslustöðvar

Tesla mun opna tvær nýjar ofurhleðslustöðvar á Íslandi. Báðar stöðvar munu vera búnar V3 ofurhleðslutækninni sem getur náð allt að 250kW. Stöðvarnar eru á Kirkjubæjarklaustri og við sölustað Tesla við Vatnagarða í Reykjavík.

Bílar
Fréttamynd

Musk veltir Bitcoin aftur af stað

Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tesla hættir að taka við Bitcoin

Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tesla afhendir þúsundasta bílinn á Íslandi

Í fyrradag afhenti Tesla bíl númer 1000 á Íslandi til viðskiptavinar. Tesla hefur einungis verið að afhenda bíla í 10 mánuði á Íslandi. Model 3 var mest seldi bíll síðasta árs á Íslandi. Það eru komnar rúmlega þúsund Tesla-bifreiðar á íslensku göturnar.

Bílar
Fréttamynd

Pútín hefur áhuga á stafrænu fundarboði Musks

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áhuga á því að ræða við auðjöfurinn Elon Musk, eftir að sá síðarnefndi bauð forsetanum í netspjall. Þetta sagði talsmaður Pútíns í dag en sagði að forsetinn þyrfti frekari upplýsingar.

Erlent
Fréttamynd

Elon Musk svarar víðfrægri gagnrýni á Tesla

Elon Musk mætti til viðtals hjá Sandy Munro, verkfræðing sem fékk mikla athygli fyrir að líkja smíðagæðum Tesla Model 3 við Kia á tíunda áratug síðustu aldar. Myndband af viðtalinu má finna í fréttinni.

Bílar