Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. desember 2022 13:37 Mikið hefur gustað um Twitter eftir að Elon Musk gekk frá kaupum á samfélagsmiðlarisanum í október síðastliðinn. EPA Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann keypti Twitter og gerðist forstjóri miðilsins. Erfiðlega virðist ganga að fá fyrirtæki til þess að auglýsa á miðlinum og hafa notendur hvatt auðjöfurinn til þess að segja af sér sem forstjóri. Þann 18. desember síðastliðinn tísti Musk skoðanakönnun. Spurningin sem hann lagði fyrir notendur miðilsins var ansi einföld, hann spurði hvort hann ætti að segja af sér sem forstjóri Twitter og tók fram að hann myndi hlýða niðurstöðum könnunarinnar. Rúmlega 17 milljónir notenda tóku þátt í könnuninni og voru 57,5 prósent fylgjandi því að forstjórinn myndi segja af sér. Þegar niðurstaðan varð ljós sagði Musk að hann myndi standa við orð sín um leið og hann myndi finna „einhvern sem er nógu mikið fífl til að taka starfið að sér.“ Ekki er nóg með það að rekstur miðilsins hafi gengið illa heldur var Musk tímabundið steypt af stóli sem ríkasti maður heims þann 7. desember síðastliðinn. Það gerðist einmitt vegna mikillar virðisminnkunar á hlut hans í Tesla. Guardian greinir frá því að gærdagurinn hafi verið sá versti fyrir Tesla í átta mánuði virði hlutabréfa fyrirtækisins hafi minnkað um meira en helming frá því í október síðastliðnum. Hegðun Musk síðustu mánuðina er sögð hafa haft áhrif á traust fjárfesta í Tesla en þeir hafi nú áhyggjur af því að hann hugi of mikið að Twitter. Þar að auki hrapi virði bíla fyrirtækisins samanborið við aðra framleiðendur og búast einhverjir við því að hann verði neyddur til þess að segja starfi sínu sem forstjóri bílaframleiðandans lausu. Twitter Tesla Vistvænir bílar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21. desember 2022 07:27 Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02 Musk tímabundið steypt af stóli Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton. 7. desember 2022 23:58 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Musk hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann keypti Twitter og gerðist forstjóri miðilsins. Erfiðlega virðist ganga að fá fyrirtæki til þess að auglýsa á miðlinum og hafa notendur hvatt auðjöfurinn til þess að segja af sér sem forstjóri. Þann 18. desember síðastliðinn tísti Musk skoðanakönnun. Spurningin sem hann lagði fyrir notendur miðilsins var ansi einföld, hann spurði hvort hann ætti að segja af sér sem forstjóri Twitter og tók fram að hann myndi hlýða niðurstöðum könnunarinnar. Rúmlega 17 milljónir notenda tóku þátt í könnuninni og voru 57,5 prósent fylgjandi því að forstjórinn myndi segja af sér. Þegar niðurstaðan varð ljós sagði Musk að hann myndi standa við orð sín um leið og hann myndi finna „einhvern sem er nógu mikið fífl til að taka starfið að sér.“ Ekki er nóg með það að rekstur miðilsins hafi gengið illa heldur var Musk tímabundið steypt af stóli sem ríkasti maður heims þann 7. desember síðastliðinn. Það gerðist einmitt vegna mikillar virðisminnkunar á hlut hans í Tesla. Guardian greinir frá því að gærdagurinn hafi verið sá versti fyrir Tesla í átta mánuði virði hlutabréfa fyrirtækisins hafi minnkað um meira en helming frá því í október síðastliðnum. Hegðun Musk síðustu mánuðina er sögð hafa haft áhrif á traust fjárfesta í Tesla en þeir hafi nú áhyggjur af því að hann hugi of mikið að Twitter. Þar að auki hrapi virði bíla fyrirtækisins samanborið við aðra framleiðendur og búast einhverjir við því að hann verði neyddur til þess að segja starfi sínu sem forstjóri bílaframleiðandans lausu.
Twitter Tesla Vistvænir bílar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21. desember 2022 07:27 Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02 Musk tímabundið steypt af stóli Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton. 7. desember 2022 23:58 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21. desember 2022 07:27
Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02
Musk tímabundið steypt af stóli Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton. 7. desember 2022 23:58