Bílar

Gígaverksmiðja Tesla í Berlín framleiðir 1000 Model Y á einni viku

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Elon Musk við opnun nýrrar verksmiðju í Þýskalandi í mars.
Elon Musk við opnun nýrrar verksmiðju í Þýskalandi í mars. EPA/CHRISTIAN MARQUARDT

Tesla hefur formlega staðfest að Gígaverkmskiðan í Grünheide við Berlín hefur afrekað að framleiða 1000 Model Y bíla á einni viku.

Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk staðfesti þetta á Twitter um helgina.

Framleiðslan í Berlín hófst aðeins seinna en áætlað hafði verið vegna vandræða með leyfismál. Verksmiðjan átti að hefja starfsemi sína í mars og þúsund bíla múrinn átti að rjúfa í apríl. Nú hefur framleiðslugetan þó loksins náð þeim hæðum. Sögurnar herma að sprautuverkstæðið hafi verið helsti flöskuhálsinn.

Verksmiðjan í Berlín á að geta skilað um 10.000 bílum á viku þegar fullri framleiðslugetu verður náð, eða um 500.000 bílum á ári. Fyrsta árið er þó reiknað með um 150.000 bílum á ári.

Meðfylgjandi er myndband sem er tekið yfir verksmiðjuna í Berlín.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×