Bílar

Elon Musk: Tesla Semi flutningabíll komst 800 km full lestaður

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Semi.
Tesla Semi.

Flutningabíllinn Tesla Semi fór 800 kílómetra á einni hleðslu full lestaður, samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. Afhendingar á Semi munu hefjast á næstu dögum.

Musk tvítaði að bíllinn heði farið 800 km (500 mílur) með jafngildi 36,7 tonna í eftirdragi. Það er engin ástæða til að draga niðurstöðuna í efa en það hefði verið áhugavert að vita við hvaða aðstæður og hversu hratt bíllinn fór.

Flutningabíllinn er framleiddur í Reno, Nevada og ætlunin er að auka framleiðslugetuna hratt og ná á árinu 2024 framleiðslugetu upp á 50.000 bíla á ári. Það væri rúmlega 100 eintök á dag. Í dag er framleiðslugetan samkvæmt einhverjum heimildum um 100 eintök í ár.

Tesla Semi í Pepsi-útliti. Pepsico pantaði nokkurn fjölda.

Orkunýting Semi er 1,24 kWh/km, bíllinn er um 20 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst þegar hann er full lestaður og getur hlaðið sig upp um 70% á um 30 mínútum. Rafhlaðan er 1000 kWh og eldsneytissparnaður er um 28,7 milljónir króna á um þremur árum, samkvæmt útreikningum Tesla. Grunnverðið á Tesla Semi með 450 km drægni, full lestaður er um 21,5 milljón króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×