Viðskipti erlent

Musk selur enn fleiri bréf í Tesla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Elon Musk er ríkasti maður heims.
Elon Musk er ríkasti maður heims. AP

Elon Musk, ríkasti maður jarðar, seldi á dögunum hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla fyrir tæpa fjóra milljarða Bandaríkjadala.

Aðeins eru um tvær vikur liðnar síðan Musk lauk við að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á heila 44 milljarða dala.

Verð hlutabréfa í Tesla hefur lækkað skarpt undanfarið, eða um rúmlega fimmtíu prósent frá síðustu áramótum. 

Ekki er ljóst hversvegna Musk ákvað að selja bréf í fyrirtækinu á þessum tímapunkti en síðan hann tilkynnti um fyrirhuguð kaup á Twitter í upphafi árs hefur hann selt bréf í Tesla fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala.

Tesla ákvað síðan í síðustu viku að innkalla um 40 þúsund bíla á Bandaríkjamarkaði vegna mögulegrar bilunar í stýrisbúnaði bílsins.


Tengdar fréttir

Þúsundum starfs­manna sagt upp

Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum.

Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk vinnur hörðum höndum að því að auka tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, sem hann keypti nýverið. Mestar tekjur Twitter eru til komnar vegna auglýsingasölu en því vill Musk breyta. Þá þarf hann að auka tekjur fyrirtækisins vegna mikilla skulda sem það tók á sig við yfirtöku hans.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×