Hinsegin

Fréttamynd

Kynsegin á Smitten

Notendur á íslenska stefnumóta appinu Smitten geta skráð kyn sitt sem kynsegin. Appið, sem er það vinsælasta sinnar tegundar á Íslandi, hefur fengið mikið lof notenda en á sama tíma hafa kynsegin einstaklingar þurft að sitja eftir með sárt ennið.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­land upp um fimm sæti á Regn­boga­korti Evrópu

Ísland hækkar um fimm sæti á milli ára á Regnbogakorti ILGA Europe. Ísland er nú komið í níunda sæti en var í því fjórtánda í fyrra. Utanríkisráðherra segir lög um kynrænt sjálfræði spila stórt hlutverk í þessari þróun.

Innlent
Fréttamynd

HM-hótel í Katar banna samkynhneigðum að koma

Nokkur af hótelunum sem taka á móti gestum á HM karla í fótbolta í Katar í lok árs banna samkynhneigðum að koma. Fjöldi þeirra gerir þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð

Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð.

Erlent
Fréttamynd

Bregðumst ekki hinsegin börnum í Garðabæ

Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. 

Skoðun
Fréttamynd

Hin­segin­mál eru mann­réttinda­mál

Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”.

Skoðun
Fréttamynd

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar á Óskarsverðlaununum nú í nótt. DeBose er fyrsta dökka opinberlega hinsegin konan til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik í kvikmynd.

Lífið
Fréttamynd

Hatursorðræða og fjórða valdið

Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu.

Skoðun
Fréttamynd

Samdi um bætur vegna handtöku í Gleðigöngunni

Íslenska ríkið hefur komist að sátt við Elínborgu Hörpu Önundardóttur, sem var handtekin í Gleðigöngunni árið 2019. Ríkið greiðir henni tvö hundruð þúsund krónur í miskabætur, en hún ætlar að láta þær renna til góðra málefna.

Innlent
Fréttamynd

Ég las það í Samúel

Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks.

Skoðun